Rann­um

Rannsóknarskýrslur Rannsóknarráðs umferðaröryggismála – RANNUM

Rannsóknaráð umferðaröryggismála (RANNUM) var stofnað þann 20.desember 2000.

RANNUM samstarfið varaði í 5 ár og að því  stóð Vegagerðin, Rauði kross Íslands, Landspítali-háskólasjúkrahús, Umferðarráð, Ríkislögreglustjóri, Skráningarstofan, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samband íslenskra tryggingafélaga, Landlæknir, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Tækniskóli Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Háskólinn á Akureyri.

Þrátt fyrir það að RANNUM samstarfinu sé lokið, er enn þá veitt fé úr rannsókna- og þróunarsjóði Vegagerðarinnar til rannsókna á þessu sviði. Útkomnar skýrslur um þær rannsóknir má finna undir „Rannsóknarskýrslur“ hér til vinstri.

Hlutverk RANNUM var að standa fyrir hvers konar rannsóknum sem nýta má til að koma í veg fyrir umferðarslys og draga úr afleiðingum slysa.

Ráðinu var einnig ætlað að hvetja til, eiga frumkvæði að, skipuleggja, framkvæma og styðja rannsóknir á sviði umferðaröryggis ásamt því að fylgjast með erlendum rannsóknum og kanna notagildi þeirra fyrir íslenskt samfélag.

Markmið starfsins var að afla nýrrar þekkingar innanlands og utan, leiða saman þá aðila sem vinna á þessu sviði og gera þannig rannsóknirnar faglegri og markvissari.

Skýrslur sem komu út um verkefnin sem RANNUM styrkti eru birtar hér fyrir neðan. Athugið að höfundar hverrar skýrslu bera ábyrgð á innihaldi hennar. Niðurstöður skýrslna ber ekki að túlka sem yfirlýsta stefnu Vegagerðarinnar eða álit þeirra stofnana eða fyrirtækja sem höfundar starfa hjá.