Skipulagðar umferðartalningar hafa farið fram hjá Vegagerðinni frá miðjum sjöunda áratug 20. aldar.
Árlega eru gefnar út upplýsingar um umferð og akstur á þjóðvegum.
Upplýsingar um umferð eru m.a. nauðsynlegar fyrir hönnun vega og brúa, mat á umhverfisáhrifum, arðsemireikninga, skiptingu fjárveitinga til þjónustu og viðhalds og forgangsröðun verkefna.
Umferðartölur reiknast í meðaltöl og eru þau birt á umferðarkorti. Á umferðarkortinu má sjá allar tölur og meðaltöl um umferð á vegum úti.
ÁDU | Ársdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið |
SDU | Sumardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina júní, júlí, ágúst og september |
VDU | Vetrardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina janúar, febrúar, mars og desember |
Helstu verkefni sem byggja að hluta til á umferðartölum:
Í ofangreindum verkefnum er oftast miðað við upplýsingar um ársdagsumferð, ÁDU, og fjölda ekinna km, sumardagsumferð, SDU, og vetrardagsumferð, VDU.
Við mælingar á ökuhraða er notaður tvenns konar búnaður:
Með þessum umfangsmiklu mælingum hefur Vegagerðinni tekist að safna upplýsingum um þróun ökuhraða á þjóðvegum síðustu áratugi. Vitneskja um ökuhraða er nauðsynleg fyrir mörg verkefni stofnunarinnar.
Vegagerðin birtir árlega upplýsingar um umferð á þjóðvegum, þ.e. stofn-, tengi og landsvegum. Frá árinu 1995 eru þjóðvegir í kaupstöðum og kauptúnum taldir með stofn- og tengivegum. Upplýsingar um umferð á þeim voru þó í fyrsta sinn birtar fyrir árið 2000.
Um tvenns konar talningar er að ræða, árstalningar og skynditalningar. Með samanburði skynditalningar á ákveðnu tímabili við niðurstöðu árstalningar á vegi með svipaða umferðardreifingu yfir árið má áætla ársdagsumferð (ÁDU), sumardagsumferð (SDU) og vetrardagsumferð (VDU).
Þar sem talið er allt árið er um þrenns konar búnað að ræða, þ.e. umferðargreina sem hringt er reglulega í, en þeir skrá mun fleira en umferð, t.d. hraða ökutækja, aðra teljara sem hringt er í og skrá eingöngu umferð, slíkir teljarar eru t.d. tengdir öllum veðurstöðvum, og að síðustu teljara sem fara þarf út í mörkina til að lesa af.
Fjöldi árstalningarstaða er nú um 300 talningarsnið. Fjöldi teljara í hverju talningarsniði getur því verið einn eða fleiri. Árlega fer skynditalning fram á um 200 stöðum. Þar sem ekki er talið er umferð reiknuð upp á milli ára með því að nota breytingarhlutfall ársteljara í grennd.
Með þessum umfangsmiklu umferðartalningum hefur Vegagerðinni tekist að safna upplýsingum um þróun umferðar og heildaraksturs á þjóðvegum síðustu áratugi. Vitneskja um umferð er nauðsynleg fyrir mörg verkefni stofnunarinnar.
Almenn aðferðafræði við fastar talningar:
Skýringar og reikniaðferðir meðaltala, fyrir fasta teljara:
Fastur talningarstaður er sá staður þar sem talið er samfellt alla daga ársins. Talningar eru ýmist sundurliðaðar eftir akreinum eða bara ein tala fyrir tveggja akreinaveg. Þetta er háð þeim búnaði sem notaður er til talninga, á hverjum stað.
Hér á eftir er: u = tákn fyrir eitt sólarhringsgildi, þ.e. fjölda bíla yfir sólarhringinn, um talningarstað. ∑ = summa n = dagafjöldi (án undirvísis jafngildir fjölda daga í ári) s = undirvísir (index) merkir hér sumarmánuðir (tímabil, sjá skammstafanir og skýringar) v = undirvísir (index) merkir hér vetrarmánuðir (tímabil, sjá skammstafanir og skýringar)
Þá má lýsa reikniformúlum fyrir meðaltöl fastra teljara með eftirfarandi hætti:
ÁDU =∑u/n
SDU =∑us/ns
VDU =∑uv/nv
Almenn aðferðafræði meðaltalsútreikninga fyrir skynditalningar:
Íslandi er skipt upp í 7, talningasvæði: Suðurland, Reykjanes, Vesturland, Vestfirðir,
Norðurland, Austurland og hálendið.
Skýringar og reikniaðferðir, fyrir skynditeljara:
Hér á eftir er u tákn fyrir eitt sólarhringsgildi, þ.e. fjölda bíla yfir sólarhringinn, um
talningarstað.
Viðmiðunartalningarstaður er gjarnan næsti fasti talningarstaður innan sama veðursvæðis sem talinn er hafa svipaða umferðardreifingu og er á skynditalningarstað.
st undirvísir (index) merkir hér á eftir skynditalningarstaður. vm undirvísir (index) stendur fyrir viðmiðunartalningarstað.
∑ er tákn fyrir summu (t.d táknar ∑us samanlagða dagsumferð á skynditalningarstað á talningartímabili og
∑uv táknar samanlagða dagsumferð á viðmiðunartalningarstað á sama tímabili).
Þá má lýsa reikniformúlum fyrir meðaltöl skynditalninga með eftirfarandi hætti:
Mikilvægt er að hafa eftirfarandi í huga:
Talningum er ekki ætlað að lýsa/mæla hámarks- og eða lágmarksumferð um vegkafla.
Nákvæmni reiknaðra meðaltala (ÁDU, SDU og VDU) er, skv. reynslu, breytileg eftir
umferðarþunga og einkennum umferðar en miða má við um 90%, að meðaltali. Mesta
nákvæmnin næst í og við þéttbýli en búast má við hlutfallslega mun minni nákvæmni í
meðaltölum á fáförnum sumarvegum.
Birting mæligagna og reiknaðra meðaltala er á fyrsta ársfjórðungi næsta almannaksárs eftir að
talning fer fram.
Búast má við að bilanatíðni skynditeljara verði á bilinu 5 – 10%.
Ár hvert gefur Vegagerðin út umferðartölur fyrir mest allt þjóðvegakerfið (yfirleitt ekki reiknuð umferð á héraðsvegum). Þessar umferðartölur eru gefnar upp sem meðaltöl (ÁDU, SDU og VDU) fyrir ákveðna lengd innan hvers vegar, vegkafla eða stall.
Meðalumferð er reiknuð út frá föstum talningum og skynditalningum:
Birt meðaltöl eiga að lýsa heildarumferðinni í báðar áttir. Á fæstum vegköflum eru fastar talningar til staðar, en þess í stað taka umferðartölur mið af umferð við fastan talningarstað í grennd, sem kallast þá viðmiðunarteljari vegkaflans.Á slíkum vegköflum fer skynditalning að jafnaði fram á 4 – 7 ára fresti, sem getur valdið því að á skynditalningarári breytast meðaltöl ekki alltaf í takt við breytingar á viðmiðunarteljara á milli ára.
Vegkaflar og stallar hafa upphafsstöð og endastöð. Mismunurinn á milli þessa punkta er þá lengd vegkaflans eða stallsins.
Umferðin samkvæmt uppgefnum meðaltölum, ÁDU, SDU og VDU stendur fyrir umferðina í báðar áttir.
Í verkefnum á umferðarmiklum vegum þarf stundum upplýsingar um klukkustundarumferð og 15 mínútna umferð og eru slík gögn aðgengileg alls staðar þar sem eru umferðargreinar eða aðrir teljarar sem hringt er í og ekki eru tengdir veðurstöðvum. Þar sem eru veðurstöðvar eru gögn um 10 mínútna umferð aðgengileg. Umferðarteljarar af eldri gerð skrá hins vegar umferð á sólarhringsfresti og þarf að stilla þá sérstaklega til að þeir skrái oftar.
Í tengslum við stillingu umferðarljósa á gatnamótum eru upplýsingar um 15 mínútna umferð nauðsynlegar og er þeirra aflað með svokallaðri stefnugreiningu en í henni skrá starfsmenn umferð á öllum akreinum inn í gatnamótin á 15 mínútna fresti í 2-3 klukkustundir að morgni og 3-4 klukkustundir síðdegis, oft á föstudegi.