Umferðartölur

Skipulagðar umferðartalningar hafa farið fram hjá Vegagerðinni frá miðjum sjöunda áratug 20. aldar.

Árlega eru gefnar út upplýsingar um umferð og akstur á þjóðvegum.

Upplýsingar um umferð eru m.a. nauðsynlegar fyrir hönnun vega og brúa, mat á umhverfisáhrifum, arðsemireikninga, skiptingu fjárveitinga til þjónustu og viðhalds og forgangsröðun verkefna.

Umferðartölur

Umferðartölur reiknast í meðaltöl og eru þau birt á umferðarkorti. Á umferðarkortinu má sjá allar tölur og meðaltöl um umferð á vegum úti.

Skammstafanir og skýringar
ÁDU
Ársdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið
SDU
Sumardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina júní, júlí, ágúst og september
VDU
Vetrardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina janúar, febrúar, mars og desember

Verkefni sem byggja á umferðartölum

Helstu verkefni sem byggja að hluta til á umferðartölum:

  • Heildarskipulag vegakerfis og flokkun vega
  • Forgangsröðun verkefna, nýbyggingar og slitlög
  • Geometrisk hönnun vega
  • Burðarþolshönnun
  • Hönnun brúa
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Arðsemireikningar sem m.a. byggja á umferðarspám
  • Slysaathuganir, en upplýsingar um umferð eru m.a. nauðsynlegar til að hægt sé að reikna slysatíðni, þ.e. fjöldi slysa á milljón ekinna km
  • Skipting viðhaldsfjár vegna viðhalds vega og brúa og styrkinga á þeim
  • Skipting vega í þjónustuflokka, vetrarþjónusta og sumarþjónusta.

Í ofangreindum verkefnum er oftast miðað við upplýsingar um ársdagsumferð, ÁDU, og fjölda ekinna km, sumardagsumferð, SDU, og vetrardagsumferð, VDU.

Ökuhraði

Við mælingar á ökuhraða er notaður tvenns konar búnaður:

  • Umferðargreinar sem skrá ökuhraða og umferð. Umferðargreinar  eru flestir á höfuðborgarsvæðinu og á hringveginum umhverfis landið.
  • Færanlegur radarbúnaður.

Með þessum umfangsmiklu mælingum hefur Vegagerðinni tekist að safna upplýsingum um þróun ökuhraða á þjóðvegum síðustu áratugi. Vitneskja um ökuhraða er nauðsynleg fyrir mörg verkefni stofnunarinnar.

Lykilteljarar

Umferð á þjóðvegum

Vegagerðin birtir árlega upplýsingar á þjóðvegum, þ.e stofn-, tengi og landsvegum. Frá árinu 1995 eru þjóðvegir í kaupstöðum og kauptúnum taldir með stofn- og tengivegum. Upplýsingar um umferð á þeim voru þó í fyrsta sinn birtar fyrir árið 2000.

Hér undir eru tveir hnappar. Annar vísar á töflur, er innihalda umferðartalningar og hinn vísar á umferðarmeðaltöl (sjá skammstafanir og skýringar hér ofar) og akstur2.

Efri hnappurinn inniheldur umferðarmeðaltöl á Excel-formati. Skrárnar eru frá árinu 2000. Þessar Excel-skrár innihalda einnig uppskiptingu vegakerfis í vegkafla og stalla1 eftir svæðum Vegagerðarinnar, eins og þau eru á hverjum tíma, vegna meðalumferð og akstur.

Neðri hnappurinn inniheldur umferðartalningar sem eru yfirfarnar sólarhringstölur, fyrir einstaka umferðarteljara. Gögnin eru á pdf- og textaformi, frá árinu 2019.

Hvað er stallur og akstur:

1) Stallur: er undirkafli vegkafla.  Vegkaflar eru mislangir og innan hvers vegkafla getur verið mismunandi umferð. Því er hverjum vegkafla oftast skipt upp í mislanga undirkafla/stalla, til að auka nákvæmni í útreikningum, er byggja á umferðatölum, og upplýsingagjöf til þeirra er nota umferðartölur.

2) Akstur: er sú vinna, sem umferðin framkvæmir á vegakerfinu, og er birt sem eknir km/ár. Aksturstölur eru gjarnan notaðar til að fylgjast með þróun aksturs á vegakerfinu og í slysarannsóknir. Slysatölur eru birtar sem fjöldi slysa á hverja milljón ekna km.

Umferðarspár

Aðferðafræði talninga

Tengdar fréttir