PDF · júní 2005
Umferð­arslys erlendra ferða­manna á bíla­leigu­bílum 2000-2004

Í þessari skýrslu er varpað ljósi á umfang slysa erlendra ferðamanna árin 2000-2004 og staðsetningar þeirra og er þar unnið með kort sem sýna hvar flest slysin verða. Jafnframt eru forvarnir ræddar með hliðsjón af viðhorfum ferðamannana og forráðamanna bílaleiganna. Mikilvægt er að samþætta þessi sjónarmið til að ná sem bestum árangri í forvarnarstarfi. Svo dæmi sé tekið er ýmislegt sem betur má fara við merkingar vega, en það breytir ekki þeirri staðreynd að algengasta ástæða þess að ferðamenn fórust í umferðarslysum undanfarin ár er sú að þeir notuðu ekki bílbelti. Einnig hefur verið bent á að margir erlendir ferðamenn koma til Íslands til að heimsækja óspillta náttúru og vilja ferðast um torfærur og vegleysur. Það felur í sér að sumir vilja ekki aka um malbikaða vegi og merkingar á vegum eru þeim ekki aðalatriði. Þá ber að hafa í huga að áhugi erlendra ferðmanna á fræðslu, áróðri, lesefni og myndböndum er upp og ofan og bílaleigurnar ekki öfundsverðar af að koma þessu efni að, sér í lagi ef viðskiptavinirnir eru þreyttir og pirraðir og vilja bara fá sinn bíl strax!

Umferðaslys erlendra ferðamanna
Ábyrgðarmaður

Rannsóknarnefnd umferðaslysa

Skrá

slys-erlendra-ferdamanna-2000-2004rnu.pdf

Sækja skrá