PDF · Útgáfa RANNUM verkefni nr. 18937 — febrúar 2006
Umferð­arslys og vindafar Áfanga­skýrsla II

Í skýrslunni er fjallað um annan áfanga verkefnis um umferðarslys og vindafar. Skýrslan skiptist í megindráttum í þrjú viðfangsefni. Í fyrsta lagi er fjallað um athuganir á umferðarslysum á Hringveginum um Kjalarnes og í Draugahlíðabrekku viðLitlu kaffistofuna og niðurstöðurnar bornar saman við samskonar athuganir á Hringveginum við Hafnarfjall. Í öðru lagi var haldið áfram að þróa mælingar á vegum með hreyfanlegum vindmæli. Í þriðja lagi hefur verið unnið að endurbótum og frekari þróun reiknilíkans til að meta öryggi ökutækja við mismunandi vindaðstæður. Þessir þrír verkþættir miða allir að því auka skilning á samhengi vindafars, færðar á vegum og umferðaröryggis ökutækja. Slysarannsóknirnar á þeim þremur stöðum sem skoðaðir hafa verið gefa til kynna að ýmis fyrirsjáanleg atriði í umhverfi vindaslysa koma endurtekið fyrir og því eru góðar líkur á því að fækka megi slíkum slysum með forvarnaraðgerðum á réttum vettvangi. Mælingar með hreyfanlegum vindmæli gefa tilefni til að ætla að með því að beita slíkum mælingum kerfisbundið fyrir mismunandi vindáttir þá megi kortleggja vindsama staði við þjóðvegi landsins. Niðurstöður reiknilíkansins sýna að með því að samþætta líkindafræðilegar og aflfræðilegar aðferðir, þá er hægt að meta öryggi ökutækja á ferð við mismunandi vindaðstæður. Greiningin sýnir einnig að margar breytur hafa áhrif á öryggi ökutækisins og slys eru líklegust þegar þær spila saman með óhagstæðum hætti. Í framhaldinu er ætlunin að gera prófanir, á grundvelli mældra veðurgagna á völdum veðurstöðvum Vegagerðarinnar, með að reikna líkindi þess að umferðar óhappi verði vegna veðuráhrifa fyrir ákveðna gerð ökutækis

Umferðaslys og vindafar, áfangaskýrsla II
Höfundur

Skúli Þórðarson, Jónas Þór Snæbjörnsson,Laila Sif Cohagen

Ábyrgðarmaður

Orion Ráðgjöf ehf.

Skrá

umferdaslys-og-vindafar-afangaskyrsla-ii-raum0401sk01.pdf

Sækja skrá