Umferðar­þjón­usta 1777

Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar 1777 sér um að upplýsa vegfarendur um færð, ferðaveður og þjónustu á vegakerfinu frá morgni til kvölds allt árið um kring.

Umferðarþjónustan svarar fyrirspurnum vegfarenda í gegnum síma og tölvupóst, sendir út tilkynningar á umferdin.is, í smáskilaboðum og í tölvupósti auk þess að annast símsvörun á skiptiborði Vegagerðarinnar. Umferðarþjónusta 1777 vinnur náið með vaktstöð Vegagerðarinnar að öflun og miðlun upplýsinga til vegfarenda.

Hlutverk umferðarþjónustu 1777 er að veita vegfarendum nýjustu upplýsingar um færð og veður, veita leiðsögn og stuðning í síma og í tölvupóstsamskiptum, veita umsagnir vegna undanþága um þungatakmarkanir á vegum og svara fyrirspurnum um Loftbrú.

Þjónustufulltrúar fylgjast vel með veðurspám og aðstæðum á vegum, taka við ábendingum vegfarenda og miðla þeim áfram til vakstöðvar og þjónustustöðva Vegagerðarinnar.

Umferðarþjónusta 1777 er opin frá kl. 06:30 og 22:00 alla daga, allt árið. Skiptiborð Vegagerðarinnar er opið alla virka daga frá kl.08:00-16:00.

Umferðarþjónustan sér um að miðla upplýsingum til vegfarenda í sambandi við færð og veður á vegum.

Umferðarþjónustan sér um að miðla upplýsingum til vegfarenda í sambandi við færð og veður á vegum.

Á veturna er mest spurt um færð og veður.

Á veturna er mest spurt um færð og veður.

Helstu verkefni

Veturnir eru annasamasti tíminn hjá umferðarþjónustunni. Á erilsömum vetrardegi svarar umferðarþjónustan hátt í 3.000 símtölum og sendir út í kringum 150 tilkynningar, sem birtast á umferdin.is.

Á sumrin hringja vegfarendur til að fá aðstoð við að skipuleggja ferðalög milli staða, afla upplýsinga um vegalengdir og ástand vega á hálendinu. Einnig er hringt inn með ábendingar og hvatningu um að sinna ýmsum verkum á borð við rykbindingu og heflun vega, láta vita af holum og skemmdum í vegum, fá aðstoð við Loftbrú, auk þess sem vegfarendur spyrjast gjarnan fyrir um framkvæmdir sem eru í gangi.

Umferðarþjónustan er starfrækt á Ísafirði og þar starfa átta manns sem hafa góða reynslu í upplýsingagjöf til vegfarenda.

Umferðarþjónustan sendir daglega út tilkynningar um færð og veður, framkvæmdir, lokanir og þungatakmarkanir sem geta haft áhrif á akstur um vegakerfið.

Nýjustu tilkynningar má sjá á umferdin.is /trafficinfo.is.

 


Myndband um umferðarþjónustuna