PDF · maí 2004
Viðhorf flutn­inga­bílstjóra til þekk­ingar og þjálf­unar í skyndi­hjálp

Skyndihjálp er fyrsta hjálp sem veitt er einstaklingi sem orðið hefur fyrir slysi eða veikst skyndilega. Ta lið er að stór hluti almennings sem hefur hlotið þjálfun, óttist þá ábyrgð sem fylgir skyndihjálp. Lítill hluti þeirra sem hefur fengið þjálfun í endurlífgun hefja hana á vettvangi, því er mikilvægt að viðhalda þekkingu sinni til að kunna réttu handtökin. Rannsóknin var megindleg og notast var við forprófaðan spurningalista sem unnin var af rannsakendum. Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 130 starfandi flutningabílstjórum sem valdir voru með þægindaúrtaki. Við tölfræðilega úrvinnslu rannsóknarinnar var notast við hugbúnaðinn SPSS og töflureikninn ExcelSamkvæmt rannsóknarniðurstöðum virðast starfandi flutningabílstjórar ekki viðhalda
þekkingu sinni og þjálfun í skyndihjálp. Meiri hluti flutningabílstjóranna taldi sig ekki geta brugðist rétt við í skyndihjálp ef á þyrfti að halda og er það í samræmi við niðurstöður þekkingarspurninganna. Hjúkrunarfræðingar gegna stóru hlutverki við að auka þekkingu og færni flutningabílstjóra.

Höfundur

Arna Magnúsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir

Skrá

lokaverkefni.pdf

Sækja skrá