PDF · 2004
Skýrsla um bílbelta­notk­un ökumanna í þétt­býli

Í sumar (2004) gerðu umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu kannanir ásamt félagsfólki Slysavarnafélagsins Landsbjargar á bílbeltanotkun ökumanna í þéttbýli með tilliti til kyns ökumanna og hvort um einka- eða atvinnubifreiðar væri að ræða. Kannanir þessar voru styrktar af Rannsóknarráði umferðaröryggismála (Rannum). Nokkuð er vitað um bílbeltanotkun í þéttbýli þar sem margar kannanir hafa verið gerðar í gegnum tíðina á henni. Í kjölfar þeirra
hafa spurningar vaknað hvort einhver ákveðinn hópur skeri sig sérstaklega úr með litla notkun bílbelta og karlmenn og atvinnubílstjórar oftast nefndir í þeim efnum. Ákveðið var því að fara út í kannanir þar sem skoðað væri hvort þessir hópar skeri sig sérstaklega úr, en það er óumdeilanlegt að bílbelti bjarga mannslífum. Það hefur margoft sýnt sig að einstaklingur sem ekki er spenntur í bílbelti þegar hann lendir í umferðaróhappi er mun líklegri til að hljóta varanlegan skaða eða látast eftir óhappið.

Bílbeltanotkun í þéttbýli
Höfundur

Umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofa ásamt félagsfólki Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Skrá

bilbeltanotkun-okumanna-i-thettbyli_2004.pdf

Sækja skrá