PDF · janúar 2005
Slysa­tíðni vöru- og hópbif­reiða

Gert var yfirlit yfir umferðarslys þungra bifreiða á Íslandi fyrir árin 1994-2002, eða á tíu ára tímabili. Reiknuð var út slysatíðni mismunandi ökutækjaflokka, meiðslatíðni, fundnar voru algengustu tegundir slysa og algengustu tegundir slysa eftir heildarfjölda slasaðra og dauðaslys. Hugtakið slysatíðni er í þessari skýrslu einungis túlkað með tilliti til fjölda ökutækja en ekki út frá akstursvegalengd. Hæsta meðatal árlegrar slysatíðni á hver 1000 ökutæki er hjá strætisvögnum eða 953 slys. Þessi tíðni er um tífalt hærri en hjá öðrum flokkum sem til skoðunar eru, en lægsta slysatíðni er í flokki vörubifreiða I undir 5 tonnum að eiginþyngd eða 47 slys á hver 1000 ökutæki í notkun hvert ár. Ef litið er á algengustu slys með meiðslum kemur í ljós að hjá öllum ökutækjaflokkunum (nema strætisvögnum) eru þær tegundir slysa þar sem hvað flestir slasast dæmigerð dreifbýlisslys og er útafakstur mest áberandi. Ekki kemur á óvart að flestir slasaðir eru í slysum með rútum. Hjá strætisvögnum eru algengustu tilfelli meiðsla þegar farþegi slasast um borð í vagni. Í þessum hópi slasaðra eru fullorðnar konur áberandi. Flest dauðaslys urðu við framanákeyrslur hjá annars vegar rútum og hins vegar vörubifreiðum II. Við skoðun á færð á vegi og veðurfari kom í ljós að vörubifreiðar I yfir 5 tonnum að eiginþyngd koma heldur lakar út en aðrir flokkar með tilliti til bleytu á vegi og storma. Í þessum flokki eru mörg ökutæki léttar en meðalstórar vörubifreiðar með kassayfirbyggingu. Niðurstöðurnar
geta verið leiðbeinandi fyrir nákvæmari greiningu á vissum tegundum slysa þar sem ólíkir ökutækjaflokkar koma við sögu. Frekari greining á þeim gögnum sem fyrir hendi eru er líkleg til þess að skila
niðurstöðum sem nýtast beint til forvarna og upplýsingar.

Slysatíðni vöru- og hópbifreiða 2005
Höfundur

Skúli Þórðarson, Guðmundur Freyr Úlfarsson

Ábyrgðarmaður

Orion Ráðgjöf ehf.

Skrá

slysatidni-voru-og-hopbifr.orion_.pdf

Sækja skrá