Tjón á ökutækjum sem verða á þjóðvegum vegna ástands vegar er hægt að tilkynna til Vegagerðarinnar. Tilkynnt er um tjón á Mínum síðum Vegagerðarinnar.
Ef bótaskylda er fyrir hendi þá bætir Vegagerðin tjón samkvæmt framlögðum reikningum ef um minniháttar tjón á dekki eða felgu ökutækis er að ræða (allt að 100 þúsund krónur). Í öðrum tilvikum þarf að liggja fyrir mat á tjóni framkvæmt af viðurkenndu verkstæði.
Ef bótaskylda er fyrir hendi þá bætir Vegagerðin tjón samkvæmt framlögðum reikningum ef um minniháttar tjón á dekki eða felgu ökutækis er að ræða (allt að 100 þúsund krónur). Í öðrum tilvikum þarf að liggja fyrir mat á tjóni framkvæmt af viðurkenndu verkstæði.
Veghaldari vegar sem opinn er almenningi til frjálsrar umferðar ber ábyrgð á tjóni sem hlýst af slysi á veginum þegar tjónið er að rekja til gáleysis veghaldara við veghaldið og sannað er að vegfarandi hafi sýnt af sér eðlilega varkárni.
Vegagerðin bregst við eins fljótt og hægt er ef tilkynnt er um vegskemmd á vegi með viðgerð eða viðvörunarmerkingum. Ef Vegagerðin hefur brugðist nægilega fljótt við tilkynningum sem berast er að jafnaði ekki um bótaskyldu að ræða. Hvert tilvik er metið en starfsmenn Vegagerðarinnar geta ekki haft stöðugt eftirlit með öllu þjóðvegakerfi landsins enda geta vegskemmdir myndast skyndilega og því ekki alfarið hægt að fyrirbyggja hættu á tjóni. Aðgæsla ökumanna er besta leiðin til að forða tjónum.
Þau sem ekki hafa aðgang að rafrænum skilríkjum geta fyllt út eyðublað Vegagerðarinnar með lýsingu á atvikinu sem er hér fyrir neðan. Jafnframt geta myndir og aðrar upplýsingar fylgt í viðhengi.
Senda skal tilkynningu á netfangið tjon@vegagerdin.is.
Þegar tjónstilkynning hefur verið móttekin fer fram mat á því hvort Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu. Búast má við að afgreiðsla mála geti tekið tvær til þrjár vikur.
Sótt er um rannsóknarstyrki úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar á Mínum síðum á vef Vegagerðarinnar.
Opnað er fyrir styrkumsóknir í byrjun janúar hvers árs en nánari upplýsingar um umsóknarfrest er birtur á vef Vegagerðarinnar.
Umsækjendur eiga að hafa fengið tölvupóst til staðfestingar á móttöku umsókna og að hún verði tekin til athugunar.
Þegar umsókn er afgreidd (samþykkt eða synjað) mun berast tölvupóstur, bæði á netfang umsækjanda og verkefnisstjóra og þá verður hægt að skoða afgreiðslu undir „Mín mál“ á Mínar síður á vef Vegagerðarinnar.
Upplýsingar um verkefni sem fá styrk fyrir árið 2023 verður birtur undir hlekknum „Rannsóknaverkefni“.
Hægt er að sækja um fjárveitingu til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum. Samgönguleiðir sem njóta styrkja skulu opnar allri almennri umferð.
Sótt er um á mínum síðum – Opnað er fyrir umsóknir í febrúar.
Umsækjandi skal leggja fram greinargóða lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd sem felur m.a. í sér upplýsingar um staðsetningu og notkun vegar, áætlaðan kostnað og aðra fjármögnun verksins.
Umsækjandi hverju sinni skal vera veghaldari þeirrar samgönguleiðar sem nýtur styrks. Er honum skylt að sjá um merkingar vegar og aðra þá þætti er falla undir veghald, sbr. ákvæði vegalaga.
Athygli er vakin á því að samgönguleiðir sem njóta styrkja samkvæmt heimild í vegalögum skulu opnar allri almennri umferð.
Skv. vegalögum nr. 80/2007 er heimilt að ákveða fjárveitingu í vegáætlun til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögunum.
Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi samgönguleiða skv. reglum nr. 1155/2011:
Vegagerðin gerir tillögu um afgreiðslu styrkveitinga til ráðherra. Rétt er að vekja athygli á því að styrkir á grundvelli umsókna sem fengið hafa samþykki ráðherra skuli ekki afgreiddir fyrr en framkvæmd hefur verið tekin út án athugasemda og framkvæmdaleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi liggur fyrir ef þess gerist þörf.
Sé umsókn hafnað er sú ákvörðun ekki kæranleg á grundvelli stjórnsýslulaga.
Umsækjendur sækja um rafrænt á „Mínum síðum“. Umsækjendur skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Mikilvægt er að sækja um leyfi áður en hafist er handa við að byggja nýjan veg.
Sótt er um hjá Vegagerðinni með því að fylla út eyðublað og senda til Vegagerðarinnar.
Fylgigögn
Skilyrði:
Vegir sem liggja að býlum þar sem er til staðar:
Umsókn um héraðsveg skal senda til Vegagerðarinnar. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér eða á næstu þjónustustöð Vegagerðarinnar.
Mikilvægt er að sækja um leyfi áður en hafist er handa við að byggja nýjan veg. Vegagerðin getur hafnað þátttöku við kostnað byggingar vegs ef umsækjandi hefur hafið vegaframkvæmdir án leyfis og samráðs við Vegagerðina þrátt fyrir að skilyrði séu uppfyllt.
Umsækjandi getur kært ákvörðun til innviðaráðuneytis ef umsókn er hafnað.
Hægt er að sækja um framlag til sjóvarna vegna flóðahættu eða landbrots af völdum ágangs sjávar.
Byggð svæði og svæði þar sem til staðar eru mannvirki eða menningarminjar njóta forgangs við gerð sjóvarna.
Allar ábendingar og óskir sem berast frá sveitarfélögum um staði þar sem mannvirki eða önnur verðmæti eru í hættu af völdum sjávarflóða og landbrots verða skoðaðar, mat lagt á framkvæmdir og kostnað og verkefnum síðan forgangsraðað.
Lýsa skal hverju einstöku verkefni og gefa upp helstu kennistærðir. Leggja skal fram viðskiptaáætlun fyrir viðkomandi verk þar sem fram koma áætlaðar tekjur og annar ávinningur af framkvæmd auk rekstrarkostnaðar fyrir hafnarsjóð og sveitarfélagið í heild. Þar skal einnig lýsa áætlun heimamanna um fjármögnun heimahluta og gefa upplýsingar sem sýna fram á að hafnarsjóðurinn hafi nýtt alla kosti sína til tekjuöflunar svo að ríkisframlag raski ekki samkeppni við aðrar hafnir.
Staðfesting eldri verkefna í hafnargerð:
Staðfesta þarf eldri verkefni sem eru á gildandi samgönguáætlun og einnig verkefni sem kunna að vera ólokin svo fremi að þau séu styrkhæf sbr. hér að ofan. Ef verkefnin eru ekki staðfest verður litið svo á að viðkomandi hafnarsjóður sé hættur við framkvæmd þeirra.
Umsókn um framlag til frumrannsókna:
Gera skal grein fyrir óskum um öldufarsreikninga, líkantilraunir og aðrar frumrannsóknir vegna hafnargerðar svo að hægt sé að meta þörf og ávinning af umbeðnum frumrannsóknum.
Umsókn um framlag til sjóvarna:
Gefinn er kostur á að sækja um framlag til sjóvarna vegna flóðahættu eða landbrots af völdum ágangs sjávar. Byggð svæði og svæði þar sem til staðar eru mannvirki eða menningarminjar njóta forgangs við gerð sjóvarna. Vakin er athygli á að í 5. gr. sjóvarnalaga nr. 28/1997 er kveðið á um að landsvæði sem verja á, svo og varnarmannvirkin sjálf, hafi fengið meðferð samkvæmt skipulagslögum. Allar ábendingar og óskir sem berast frá sveitarfélögum um staði þar sem mannvirki eða önnur verðmæti eru í hættu af völdum sjávarflóða og landbrots verða skoðaðar, mat lagt á framkvæmdir og kostnað og verkefnum síðan forgangsraðað.
Upplýsingar um vöruflutninga:
Upplýsingum um vöruflutninga og heimaflota ber að skila til Vegagerðarinnar burt séð frá því hvort sótt er um framlag til framkvæmda eða ekki
Umsókn um ríkisframlög skal senda til Vegagerðarinnar.
Umsókn skal send í tölvupósti á netfangið fgi@vegagerdin.is.
Samkvæmt vegalögum má aðeins leggja leiðslur yfir, undir eða meðfram þjóðvegum, með samþykki Vegagerðarinnar.
Með orðinu leiðsla er átt við hvers konar útbúnað sem þarf að koma fyrir vegna lagningar leiðslu, þ.e. leiðslan sjálf og einnig t.d. skurðir, stólpar og festingar vegna slíks útbúnaðar.
Ákvæðin ná yfir loftlínur sem og jarðlagnir, hvort heldur um er að ræða búnað til rafmagns- ,vökva eða annars flutnings og taka til leiðslna í einkaeign sem og leiðslna í eigu opinberra aðila.
Sótt er um leyfi til Vegagerðarinnar með því að senda inn umsókn í tölvupósti á vegagerdin@vegagerdin.is
Sótt er um leyfi til að halda Rally keppni á þjóðvegum til Vegagerðarinnar með því að senda tölvupóst á vegagerdin@vegagerdin.is.