PDF · mars 2004
Tillögur að bættu umferðarör­yggi bifhjóla­fólks sem byggja á skýrslu um bifhjóla­slys 1991-2000

Árið 2001 réðust bifhjólasamtök lýðveldisins (Sniglarnir) í viðamikla rannsókn á bifhjólaslysum sem spannar 10 ára tímabil, 1991-2000. Bifhjólasamtökin unnu að gerð rannsóknarinnar í samvinnu við Umferðarráð og Rannsóknarnefnd umferðarslysa með
stuðningi Rannsóknarráðs umferðaröryggismála, dómsmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Meginstyrkur þeirrar rannsóknarinnar var umfang hennar þar sem skoðuð voru tæplega 800 tilvik, sem færð voru í Slysaskráningarkerfi Umferðarráðs.
Bæði var um að ræða eignatjónsóhöpp og slys með meiðslum og sýnd þróun bifhjólaslysa undanfarin 10 ár, þær aðstæður sem bifhjólaslys verða við, meiðsli bifhjólamanna og farþega og orsakir slysa, svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndin að baki skýrslunni var að gera stöðumat á bifhjólaslysum - grunntölfræði sem nota mætti til frekari úrvinnslu og vinnu við stefnumótun í forvarnarskyni. Í skýrslunni er að finna mikið af upplýsingum um bifhjólaslys og einkenni þeirra, helstu tegundir slysa, notkun öryggisbúnaðar, orsakir o.fl. Í þessari skýrslu er markmiðið að vinna frekar með þessar upplýsingar og útfæra hugmyndir í forvarnarskyni og verða teknir fyrir 9 meginþættir. Þeir eru:

• Fjöldi bifhjólaslysa og markmið næstu ára
• Ökumenn léttra bifhjóla
• Meiðsli í bifhjólaslysum og öryggisbúnaður
• Bifhjólaslys á gatnamótum
• Bifhjól og ástand þeirra
• Vegir, umhverfi þeirra og slysagildrur
• Lánshjól
• Þjálfun og kennsla
• Handrit að kennslumyndbandi

Bifhjólafólk sem hópur eru frábrugðnir öðrum vegfarendum vegna þess að margir eru í klúbbum og félagasamtökum. Félagsstarf er virkt og bifhjólafólk sem hópur sýnilegur við ýmis tækifæri, s.s. þegar landsmót eru haldin, efnt er til hópkeyrslna, keppnismóta o.s.frv. Þessi staðreynd gerir það að verkum að auðveldara ætti að vera að ná til bifhjólafólks með öflugu forvarnarstarfi en annarra hópa vegfarenda. Í hverjum hópi og samtökum eru leiðtogar sem leggja línurnar um hvað sé ásættanleg hegðun og hvað ekki. Félagsstarf og samtakamáttur bifhjólafólks er því lykilatriði í forvarnarstarfi þeirra

Rannsókn á mótorhjólaslysum
Höfundur

Njáll Gunnlaugsson, Ágúst Mogensen

Skrá

rannsokn-a-motorhjolaslysum-2003.pdf

Sækja skrá