Rannsóknir sýna að gott heilsufarslegt ástand tækjastjóra minnkar líkur á slysum. Einnig er það óumdeilanlegt að góð þekking á skyndihjálp getur minnkað afleiðingar slysa. Undanfarið hafa öryggisþættir bifreiðastjóra þungra bifreiða verið í brennideplinum og þá spurning hvernig hægt er að auka á öryggi þeirra í umferðinni og fækka slysum. Tilgangur verkefnisins er að finna árangursríkar aðgerðir á sviði heilsueflingar sem skila árangri til að draga úr áhættuþáttum í vinnuumhverfinu, auka aksturshæfni, ábyrgð á eigin heilsu, akstursathygli og öryggishegðun í akstri stórra bifreiða.
Lovísa Ólafsdóttir, Liðsinni ehf
ahrif-baettrar-heilsu-a-oryggi-bifreidastjora-thungra-bifreida-a-islandi-skyrsla210606.pdf
Sækja skrá