PDF · desember 2005
Umferðaró­höpp og meiðsli eldri ökumanna

Gögn úr slysaskrá Umferðarstofu voru rannsökuð og fyrst var fundin skipting ökumanna í þrjá aldurshópa. Í þessari rannsókn voru ungir ökumenn skilgreindir sem 17-24 ára, og síðan var leitað að mörkunum á milli miðhópsins og eldri ökumanna. Oft
eru eldri ökumenn skilgreindir sem ökumenn 65 ára og eldri. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að slysatíðni eldri ökumanna byrjar að vaxa við þann aldur. Því var byrjað við 65 ára aldur en það kom í ljós að ekki finnst marktækur munur á meiðslum eldri ökumanna fyrr en við 68 ára aldur og ekki í öllum meiðslaflokkum uns þeir eru skilgreindir sem 72 ára og eldri. Gögnin voru þá tekin og flokkuð í þessa þrjá aldurshópa (17-24, 25-71, 72 og eldri) og hlutfallsdreifing ökumanna innan hvers aldurshóps var könnuð fyrir alla helstu þætti sem skrásettir eru í slysaskránni.

Umferðaróhöpp og meiðsli eldri ökumanna
Höfundur

Guðmundur Freyr Úlfarsson

Skrá

umferdarohopp_eldri_okumanna.pdf

Sækja skrá