PDF · maí 2004
Fækk­un umferðar­slysa á Norður­landi

Í apríl 2003 hóf hópur yfirmanna innan lögreglunnar nám í Lögregluskóla ríkisins í samvinnu við Endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Fyrri hluti námsins var unnin í verkefnavinnu, sem einstaklingsverkefni. Seinni hluti námsins fór fram í Lögregluskóla ríkisins, auk þess sem nemendur þurftu að skila misyfirgripsmiklum heimaverkefnum. Haustið 2003 voru myndaðir vinnuhópar, aðallega eftir landfræðilegri búsetu nemenda. Skiluðu hópar þessir sameiginlegum niðurstöðum verkefna. Er leið að lokum námsins skiptist hópur nemenda, búsettum á Norðurlandi, í tvo vinnuhópa. Annar hópurinn var skipaður þeim Ástríði Grímsdóttur, sýslumanni á Ólafsfirði, Birni Mikaelssyni, yfirlögregluþjóni á Sauðárkróki og lögreglufulltrúunum Daníel Snorrasyni á Akureyri og Vali Magnússyni á Egilsstöðum. Setti hópurinn sér það markmið að vinna lokaverkefni þar sem stefnt yrði að fækkun umferðarslysa á Norðurlandi um 25 % á næstu fimm árum. Fékk verkefni heitið; „Fækkun umferðarslysa á Norðurlandi”. Ástæðan fyrir vali á þessu verkefni var meðal annars sú að aðilar hópsins hafa yfirgripsmikla þekkingu og einnig áratuga reynslu af umferðarmálum. Því þótti við hæfi að takast á við þetta umfangsmikla verkefni, þar sem það gæti komið öllum vegfarendum landsins til góða. Haldnir voru margir vinnufundir og að lokum var haldinn þriggja daga fundur á Akureyri, þar sem lokavinna verkefnisins fór fram. Er það von þeirra sem að þessu verkefni stóðu, að það megi koma að gagni í baráttunni við fækkun umferðarslysa og verða þjóðfélaginu til heilla á komandi árum.

Fækkun umferðaslysa á Norðurlandi
Höfundur

Ástríður Grímsdóttir, Björn Mikaelsson, Daníel Snorrason og Valur Magnússon

Skrá

faekkun_loka.pdf

Sækja skrá