Hafn­ir

Hlutverk vegagerðarinnar í hafnarmálum er að allt frá því að stunda rannsóknir á sviði hafna og sjóvarna í hönnun, framkvæmdir og endurbyggingu á ferjubryggjum um land allt. Vegagerðin fer með stjórn hafnabótasjóðs.

Loftmynd af Herjólfi í Landeyjahöfn

Sjólag.is

Vegagerðin rekur upplýsingakerfið sjolag.is. Þar eru birtar veðurupplýsingar frá veðurstöðvum staðsettum í völdum vitum og upplýsingar frá öldumælum fyrir sjólag frá 11 öldumælum sem staðsettir eru hringinn í kringum landið.


Hafna- og strandrannsóknir

Verkefni hafna- og strandrannsókna skiptast í nokkra flokka. Hér fyrir neðan má sjá hvernig nýleg verkefni skipast í þessa flokka.

  • Verkefni tengd breytingum á höfnum, stækkunum hafna og áhrifum þeirra á kyrrð við kanta og fleira.
  • Vöktun, greining og spá á veðurfari á sjó. Undir þennan flokk falla uppfærsla á vefnum Veður og sjólag; sjávarborðsmælingar í höfnum; skoðun og greining á undangengnum flóðaveðrum; öldukort og líkindadreifing öldu á hafi; auk uppfærslu á hugbúnaði fyrir öldufarsreikninga og hreyfingu skipa við kant.
  • Varnir gegn náttúruvá:  skoðun á sandflutningum og landrofi, viðmiðunarreglur Vegagerðarinnar fyrir landhæð á lágsvæðum og ákvörðun á lágmarkslandhæð, ölduspá og skoðun á flóðum.
  • Rannsóknarverkefni tengd hafnarmannvirkjum og hönnun þeirra eru meðal annars jarðtæknirannsóknir og skoðun á rafvæðingu hafna.
  • Rannsóknar- og þróunarverkefni, s.s. greining á sjávarflóðum til ákvörðunar á lágmarksgólfhæð húsa við strendur. (lágsvæði)

Landeyjahöfn

Siglingar um Landeyjahöfn hófust sumarið 2010. Ferðatíminn á sjó milli lands og Eyja styttist verulega, úr tæpum þremur klukkustundum í rúmar 30 mínútur og samtals styttust því sigling og akstur til Reykjavíkur úr fjórum klukkustundum í rúmar tvær.
Lesa meira

Hafnabótasjóður

Vegagerðin fer með stjórn hafnabótasjóðs. Sjóðurinn fjármagnar ríkisstyrktar framkvæmdir og tjónaviðgerðir.

  • Hafnabótasjóður fjármagnar framkvæmdir samkvæmt samgönguáætlun sem samþykkt hefur verið á Alþingi.
  • Sjóðurinn starfrækir þróunardeild hafna sem hefur það markmið að styðja minni hafnir á landsbyggðinni sem eru mikilvægar fyrir byggðarlagið og atvinnuuppbyggingu þess.
  • Sjóðurinn bætir tjón á hafnarmannvirkjum sem eru styrkhæf og þau tjón sem ekki fást að fullu bætt úr viðlagasjóði eða vegna ákvæða siglingalaga um takmarkaða ábyrgð útgerðarmanna.
  • Sjóvarnir eru varnir gegn sjávarflóðum og landbroti af völdum ágangs sjávar. Byggð svæði og svæði þar sem til staðar eru dýrmæt mannvirki eða menningarminjar skulu að jafnaði njóta forgangs við gerð sjóvarna.
Loftmynd af höfninni í Vestmanneyjaum

Loftmynd af höfninni í Vestmanneyjaum


Lög og reglugerðir

Reglugerð um hafnamál


Tengd útboð


Staðsetning og tegund hafna

NafnTegund
Súðavíkurhöfn
Bátahöfn
Norðurfjarðarhöfn
Smábátahöfn
Drangsnesshöfn
Smábátahöfn
Hólmavíkurhöfn
Bátahöfn
Hvammstangahöfn
Bátahöfn
Blönduóshöfn
Smábátahöfn
Skagastrandarhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Sauðárkrókshöfn
Stór fiskihöfn
Hofsóshöfn
Smábátahöfn
Siglufjarðarhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Þorlákshafnarhöfn
Stór fiskihöfn
Stokkseyri
Vestmanneyjahöfn
Stór fiskihöfn
Ólafsfjarðarhöfn
Bátahöfn
Dalvíkurhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Hríseyjarhöfn
Smábátahöfn
Árskógssandshöfn
Smábátahöfn
Hjalteyrarhöfn
Smábátahöfn
Akureyrarhöfn
Stór fiskihöfn
Grundarfjarðarhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Hafnir
Keflavíkurhöfn
Stór fiskihöfn
Njarðvíkurhöfn
Stór fiskihöfn
Sandgerðishöfn
Meðalstór fiskihöfn
Helguvík
Stór fiskihöfn
Vogahöfn
Smábátahöfn
Straumsvík
Hafnarfjarðarhöfn
Stór fiskihöfn
Kópavogshöfn
Bátahöfn
Grindavíkurhöfn
Stór fiskihöfn
Reykjavíkurhöfn - Gamla höfnin
Stór fiskihöfn
Akraneshöfn
Stór fiskihöfn
Grundartangahöfn
Borgarneshöfn
Arnarstapahöfn
Smábátahöfn
Hellnar
Rifshöfn
Meðalstór fiskihöfn
Ólafsvíkurhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Stykkishólmshöfn
Bátahöfn
Reykhólahöfn
Brjánslækur
Smábátahöfn
Patreksfjarðarhöfn
Bátahöfn
Tálknafjarðarhöfn
Bátahöfn
Bíldudalshöfn
Meðalstór fiskihöfn
Þingeyrarhöfn
Bátahöfn
Flateyrarhöfn
Bátahöfn
Suðureyrarhöfn
Bátahöfn
Ísafjarðarhöfn
Stór fiskihöfn
Bolungarvíkurhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Svalbarðseyrarhöfn
Grenivíkurhöfn
Smábátahöfn
Grímseyjarhöfn
Smábátahöfn
Flatey á Skjálfanda
Húsavíkurhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Kópaskershöfn
Smábátahöfn
Raufarhafnarhöfn
Bátahöfn
Þórshafnarhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Bakkafjarðarhöfn
Smábátahöfn
Vopnafjarðarhöfn
Stór fiskihöfn
Borgarfjarðarhöfn
Smábátahöfn
Seyðisfjarðarhöfn
Stór fiskihöfn
Neskaupstaðarhöfn
Stór fiskihöfn
Eskifjarðarhöfn
Stór fiskihöfn
Reyðarfjarðarhöfn
Meðalstór fiskihöfn
Fáskrúðsfjarðarhöfn
Stór fiskihöfn
Stöðvarfjarðarhöfn
Bátahöfn
Breiðdalsvíkurhöfn
Smábátahöfn
Djúpavogshöfn
Meðalstór fiskihöfn
Hornafjarðarhöfn
Stór fiskihöfn
Mjóafjarðarhöfn
Smábátahöfn
Sundahöfn
Stór fiskihöfn
Landeyjahöfn
Hauganeshöfn
Mjóeyrarhöfn
Haganesvík
Eyrarbakkahöfn

Umsóknir