PDF · apríl 2003
Akstur­hætt­ir ungra ökumanna á Íslandi

Haustið 1995 byrjaði Sjóvá-Almennar tryggingar hf. með námskeið fyrir unga ökumenn á aldrinum 17 til 20 ára í þeirri von að hafa áhrif til góðs á viðhorf þeirra til aksturs í umferðinni og aksturshætti þeirri. Allt frá byrjun voru ýmsar kannanir lagðar fyrir
þátttakendur til að fá upplýsingar um atferli hópsins í umferðinni frá sjónarmiði þeirra. Þessar kannanir voru frá byrjun notaðar á námskeiðunum sem hluti af umræðunni um hvernig viðkomandi hópur hegðar sér í umferðinni. Með þeim hætti mátti nálgast
vandamálin sem einkenndu hópana og ræða hvers vegna þátttakendur hegða sér með þeim hætti, hvaða hættur hljótast af því og hvað þeir geta gert til að minnka þá hættu

Aksturshættir ungra ökumanna
Höfundur

Einar Guðmundsson, Sigurður Helgason

Ábyrgðarmaður

Sjóvá-Almennar tryggingar hf

Skrá

aksturshaettir-ungra-okumanna.pdf

Sækja skrá