Vitar og leið­saga siglinga

Vegagerðin annast rekstur landsvitakerfisins og hefur umsjón og eftirlit með uppbyggingu hafnarvita og innsiglingarmerkja.

Viðhald og eftirlit Vegagerðarinnar með vitum landsins skiptist í stórum dráttum í eftirlit með ljósabúnaði og viðhald á vitabyggingum.

Hlutverk

Hlutverk Vegagerðarinnar er að sjá sjófarendum við Íslandsstrendur og á fiskimiðum við landið fyrir nauðsynlegum leiðbeiningum fyrir öruggar siglingar með rekstri á margvíslegum leiðarmerkjakerfum sem staðsett eru fyrir utan skip. Til slíkra leiðarmerkja teljast m.a. ljósvitar, rafræn AIS merki og sjómerki, annaðhvort landföst eða fljótandi við strendur landsins. Einnig eru rekinn ýmis leiðsögumerki s.s radarsvarar, radarspeglar og öldumælar. Leiðarmerkjakerfið nefnist einu nafni landsvitakerfið.

Vegagerðin veitir einnig tæknilega aðstoð og ráðgjöf við uppbyggingu  leiðarmerkjakerfis innan hafna landsins og getur krafið hafnarstjórnir um að gera á eigin kostnað þá vita og önnur leiðarmerki sem Vegagerðin telur nauðsynleg til öryggis siglinga um viðkomandi hafnarsvæði. Leiðarmerkjakerfi innan hafnar, kallast hafnarvitakerfið. Landsvitakerfið og hafnavitakerfið nefnast einu nafni Vitakerfi Íslands.

Einnig er rekið upplýsingakerfið sjolag.is á heimasíðu Vegagerðarinnar. Birtar eru veðurupplýsingar frá veðurstöðvum staðsettum í völdum vitum og upplýsingar frá öldumælum fyrir sjólag frá 11 öldumælum sem staðsettir eru hringinn í kringum landið.

Viðhald og eftirlit Vegagerðarinnar með vitum landsins skiptist í rekstur raf- og ljósabúnaðar annars vegar og hins vegar viðhald á vitabyggingum og leiðsögukerfum. Nauðsynlegt er að viðhalda ytra byrði vita vel þar sem þeir eru notaðir sem dagmerki við siglingar og vitarnir margir hverjir á stöðum sem eru útsettir fyrir saltroki og vindum og miklu veðurálagi.

Samkvæmt ákvæði 13 í alþjóðasamþykktum um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS samþykktin 1974) ber aðildaríkjum að samþykktinni að setja upp leiðsögukerfi til sjós eins og sú skipaumferð sem er til staðar í viðkomandi landi réttlætir (hvar) og áhættustigið þarfnast (af hverju).


Landsvitar og hafnarvitar

Vitakerfi Íslands greinist í tvo meginþætti, landsvita og hafnarvita. Til landsvitakerfisins heyra í meginatriðum allir þeir vitar og önnur leiðarmerki sem telja má að þjóni almennum siglingum við ströndina ásamt fiskveiðum. Hafnarvitar teljast þeir vitar og önnur leiðarmerki sem eingöngu eru reist til að leiðbeina skipum inn á hafnarsvæði eða um tilteknar hafnir. Með hafnarsvæði er hér átt við það svæði sem lögsaga hafnarinnar nær yfir.

Landsvitakerfið samanstendur af 104 ljósvitum, 11 siglingaduflum og 16 radarsvörum sem er komið fyrir þar sem landslagi er þannig háttað að erfitt er að ná fram endurvarpi á ratsjá skipa.

Hafnarvitakerfið er byggt upp af tæplega 20 ljósvitum, um 90 innsiglingarljósum á garðsendum og bryggjum, rúmlega 80 leiðarljósalínum og tæplega 50 baujum er vísa leið í innsiglingum að höfnum.

Málmeyjarviti

Málmeyjarviti


Leiðarmerki fyrir sjófarendur

Leiðarmerki er hver sá búnaður, kerfi eða þjónusta sem er staðsett fyrir utan skip og er hannað og notað til að auka öryggi og hagkvæmni siglingu skipa eða skipaumferðar.

Ef hafnarstjórn eða einstaklingur vill setja upp leiðarmerki fyrir sjófarendur skal gerð þess og staðsetning ákveðin í samráði við Vegagerðina. Leiðarmerki má ekki taka í notkun fyrr en úttekt hefur farið fram af hálfu Samgöngustofu sem þá sér um að merkið verði auglýst skv. lögum um vitamál nr. 132/1999.

Hafnarstjórn eða einstaklingur, sem fengið hefur leyfi og sett upp leiðarmerki, er skuldbundinn til að halda merkinu við og tilkynna Samgöngustofu og Vegagerðinni tafarlaust um allar breytingar sem á því verða. Ef merki er ekki haldið nægilega við að dómi Samgöngustofu og Vegagerðarinnar er Vegagerðinni heimilt að annast nauðsynlegar lagfæringar á kostnað eiganda. Óski hafnarstjórn eða einstaklingur að leggja niður eða breyta leiðarmerki skal sótt um það til Vegagerðarinnar.

Vegagerðin getur krafist þess að hafnarstjórn láti gera á eigin kostnað þá vita og önnur leiðarmerki sem stofnunin telur nauðsynleg til öryggis siglinga um viðkomandi hafnarsvæði. Til eigin kostnaðar telst einnig viðhald og rekstur slíkra vita og leiðarmerkja.


Tegundir Ljósvita

  • Landtökuviti, útviti, andófsviti: Landtökuviti er stór viti með hvítt ljós eingöngu sem er yfirleitt útfærrt sem snúningsviti.  Hann hefur ljósdrægni yfir 10 sjómílur og er leiðarmerki fyrir skip sem koma frá opnu hafi og nálgast strönd.
  • Leiðarviti: Leiðarlína með ljósi og dagmerkjum. Sést vel yfir alla siglingarennuna.
  • Hornviti, geiraviti: Slíkur viti merkir öruggar siglingaleiðir í hvítu en með mislitum hættuhorni eða hornum sem vara við grynningum eða annarri hættu eða svæði sem er óæskilegt til siglinga t.d. svæði sem ætlað er til skipalegu.
  • Hafnarviti: minni vitar sem merkja innsiglingu til hafnar.
  • Stefnuviti (Dir): Viti sem merkir siglingarennur án dagmerkja á þröngu svæði. Hann er hægt að auðgreina með að aðeins sést ljós á mjög afmörkuðu svæði.
  • Flugviti:Ljósviti sem vísar ljósgeisla hátt og ljós hans oftast sýnilegra úr meiri fjarlægð en ljós frá ljósvita fyrir sjófarendur. Flugvitar eru ekki í rekstri eða undir stjórn Vegagerðar en skráðir í Vitaskrá íslands sem leiðarmerki fyrir sjófarendur.

Ljóstími vita

Logtími vita á íslandi skiptist eftir 65 30 norðlægri breiddargráðu.

Notaðir eru birtunemar til að kveikja og slökkva á vitaljósum og því er logtími  vita háður birtu en ekki staðsetningu, en þó er kveikt á sumum vitum allan sólarhringinn.

Selskersviti

Selskersviti

Seleyjarviti

Seleyjarviti


Vitaskrá

Vitaskrá er gefin út af Landhelgisgæslu Íslands en Vegagerðin ber ábyrgð á útgáfunni samkvæmt vitalögum. Í skránni er að finna lista yfir vita, staðsetningar þeirra, ljóseinkenni o.fl., dufl, radarsvara, sjó- og leiðarmerki o.fl. Neðar á þessari síðu má sjá yfirlit yfir vita á landinu.


Vitasaga

Haustið 2002 gaf Siglingastofnun út bók um sögu vitaþjónustunnar á Íslandi: Vitar á Íslandi Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002 sem þeir Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson eru höfundar. Í þeirri bók er saga íslensku vitaþjónustunnar rakin frá upphafi. Greint er frá uppbyggingu og rekstri vitakerfisins, þætti vitavarðanna gerð skil og fjallað um tengsl byggingarstíls vitanna við strauma og stefnur í samtíma þeirra. Bókina prýðir og fjöldi ljósmynda.


Leiðsögu og eftirlitskerfi


Lög og reglugerðir

Alþjóðareglur

  • Alþjóðasamningur um öryggi mannslífa á hafinu, SOLAS, kafli V. ( Safety of Navigation for all vessels at sea)
  • Alþjóðasamningur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um auðveldun flutninga á sjó, FAL 1965.
  • Vefur samgöngustofu hýsir SOLAS og FAL 1965 samningin.

Sér í lagi tiltekur Alþjóðasamningurinn, kafli V sérstaklega að sá kafli skal gilda um öll skip á sjó, en ekki bara SOLAS skip eins og aðrir kaflar samningsins tiltekur.

Kafli V, aðgreinir þannig ekki sjófarendur á annan hátt en útfrá siglingaþéttleika og þeirri áhættu sem er til staðar, óháð tegund af skipi sem siglir.


Listi yfir landsvita (ljósvitar)

Hér fyrir neðan má sjá landsvita á Íslandi, nafn vita, ljóseinkenni, sjónarlengd, staðsetningu og númer. Vitarnir í upptalningunni hér að neðan eru þeir vitar sem Vegagerðin sinnir eftirliti og viðhaldi með.

NafnLjóseinkenniSjónarlengdStaðurNúmer
Hornbjargsviti
Fl(2)W 20s
12W
66 24,64N 22 22,75V
L4606
Malarhornsviti
Fl(2)WRG 15s
15W 11R 11G
65 41,41N 21 26,18V
L4622
Skarðsviti
Fl(3)WRG 30s
16W 12R 12G
65 29,13N 20 59,25V
L4628
Hegranesviti
LFl WRG 15s
15W 12R 12G
65 46,19N 19 32,54V
L4644
Grímsey á Steingrímsfirði
Fl WRG 10s
10W 7R 7G
65 41,17N 21 23,72V
L4620
Kálfshamarsviti
LFl(2)WRG 20s
15W 12R 12G
66 01,03N 20 25,98V
L4635
Málmeyjarviti
Fl(2)WRG 15s
11W 8R 8G
66 00,45N 19 32,29V
L4648
Sauðanesviti
Fl(3)WR 20s
16W 12R
66 11,22N 18 57,06V
L4652
Bríkurviti
Fl(3)W 10s
6W
66 07,14N 18 36,60V
L4660.6
Hrólfsskersviti
Fl W 3s
8W
66 05,39N 18 25,12V
L4658
Reykjanes aukaviti
Fl W 3s
9W
63 48,03N 22 41,86V
L4468
Stafnesviti
Fl(3)WR 15s
12W 12R
63 58,25N 22 45,14V
L4472
Hólmsbergsviti
Fl(2)WRG 20s
16W 12R 12G
64 01,82N 22 33,42V
L4483
Gerðistangaviti
Fl(2)WRG 10s
6W 4R 4G
64 00,74N 22 21,11V
L4494
Arnarstapaviti
LFl WRG 5s
11W 8R 8G
64 46,12N 23 36,97V
L4532
Malarrifsviti
Fl(4)WRG 30s
16W 13R 13G
64 43,69N 23 48,17V
L4534
Svörtuloftaviti
Fl(2)W 10s
11W
64 51,82N 24 02,34V
L4538
Miðleiðaskersviti
Fl W 8s
5W
65 27,77N 22 41,53V
L4557
Svalvogaviti
LFl(2)WRG 20s
11W 8R 8G
65 54,59N 23 50,76V
L4570
Fjallaskagaviti
Fl W 5s
12W
66 00,50N 23 48,70V
L4574
Galtarviti
Fl W 10s
12W
66 09,79N 23 34,27V
L4578
Óshólaviti
Fl(3)WR 20s
15W 11R
66 09,13N 23 12,53V
L4580
Hríseyjarviti
Fl WRG 8s
15W 12R 12G
66 01,09N 18 24,03V
L4660
Hjalteyrarviti
Fl(2)WRG 20s
12W 12R 12G
65 51,11N 18 11,46V
L4666
Kópaskersviti
Fl WRG 20s
14W 12R 12G
66 18,39N 16 28,08V
L4690
Hraunhafnatangi
Mo(N)WR 30s
10W 7R
66 32,17N 16 01,57V
L4699
Raufarhafnaviti
Fl(3)WRG 20s
9W 7R 6G
66 27,24N 15 55,96V
L4700
Hvalnesviti
Fl(2)W 20s
15W
64 24,14N 14 32,41V
L4764
Digranesviti
Fl WRG 20s
15W 12R 12G
66 03,45N 14 43,91V
L4714
Bjarnareyjarviti
Fl(3)W 20s
10W
65 47,14N 14 18,49V
L4721
Kögurviti
Fl WRG 15s
8W 5R 5G
65 36,52N 13 51,77V
L4722
Dalatangaviti
Fl W 5s
14W
65 16,21N 13 34,49V
L4730
Norðfjarðahorn (Gullþúfa)
Fl W 15s
6W
65 09,96N 13 30,76V
L4730.6
Seleyjarviti
Fl(3)WRG 25s
8W 6R 5G
64 58,65N 13 31,19V
L4733
Vattarnesviti
Fl(2)WRG 15s
15W 12R 12G
64 56,17N 13 41,12V
L4734
Grímuviti
Fl W 8s
12W
65 00,37N 13 55,32V
L4735
Landahólsviti
Fl WRG 4s
15W 12R 12G
64 49,56N 13 49,61V
L4743
Hvanneyjarviti
Fl WRG 5s
12W 9R 9G
64 13,82N 15 11,24V
L4768
Bakkafjöruviti
Fl W 3s
7W
63 32,15N 20 09,30V
L4781
Stórhöfðaviti
Fl(3)W 20s
16W
63 23,97N 20 17,31V
L4784
Geirfuglaskersviti
Fl W 15s
7W
63 19,07N 20 29,82V
L4800
Knarrarósviti
LFl W 30s
16W
63 49,40N 20 58,54V
L4804
Þorlákshöfn (Hafnarnes)
Fl W 3s
12W
63 51,07N 21 21,65V
L4820
Hópsnesviti
LFl(3)WRG 20s
13W 12R 12G
63 49,58N 22 24,39V
L4828
Ingólfshöfðaviti
Fl(2)W 10s
17W
63 48,10N 16 38,23V
L4772
Garðskagaviti
Fl W 5s
15W
64 04,92N 22 41,40V
L4480
Gróttuviti
Fl(3)WRG 20s
15W 13R 13G
64 09,90N 22 01,32V
L4501
Hvaleyraviti
Fl WRG 6s
6W 4R 4G
64 20,55N 21 43,89V
L4516
Ketilflesarviti
Fl(3)WRG 15s
7W 5R 5G
64 36,95N 14 14,85V
L4760
N-Straumnesviti
Fl WRG 6s
10W 8R 8G
66 04,63N 19 21,26V
L4650
Krísuvíkurberg
Fl W 10s
9W
63 49,80N 22 04,15V
L4826
Streitisviti
Fl(3)WRG 20s
14W 12R 12G
64 43,79N 13 59,14V
L4749.2
Langanesviti
Fl(2)W 10s
10W
66 22,71N 14 31,98V
L4712
Hafnarnesviti
Fl WRG 20s
12W 9R 9G
64 52,46N 13 45,96V
L4738
Öndverðanesviti
Fl W 3s
8W
64 53,11N 24 02,66V
L4540
Karlsstaðatangi
Fl(2)WRG 10s
11W 9R 9G
64 41,27N 14 13,70V
L4750
Svalbarðseyrarviti
LFl WRG 6s
11W 11R 11G
65 44,64N 18 05,47V
L4668
Skagatáarviti
Fl W 10s
13W
66 07,16N 20 05,93V
L4636
Krossnesviti
Fl(4)WRG 20s
13W 11R 11G
64 58,28N 23 21,42V
L4544
Skarfaklettsviti
Fl W 3s
5W
65 28,29N 22 35,83V
L4556.5
Ólafsviti
LFl WRG 20s
15W 12R 12G
65 36,58N 24 09,60V
L4562
Siglunesviti
Fl W 7,5s
12W
66 11,56N 18 49,25V
L4656
Grenjanesviti
LFl W 20s
15W
66 15,48N 15 20,13V
L4710
Skaftárósviti
Fl W 3s
14W
63 38,95N 17 49,77V
L4774
Alviðruhamrarviti
Mo(R)W 20s
16W
63 27,31N 18 18,52V
L4776
Langanesviti við Arnafjörð
Fl WRG 15s
10W 7R 7G
65 43,18N 23 31,96V
L4568
Höskuldseyjaviti
Fl WRG 6s
10W 7R 7G
65 05,72N 23 00,81V
L4550
Reykjanesviti
Fl(2)W 30s
22W
63 48,94N 22 42,26V
L4466
Flatey á Skjálfanda
Fl(3)W 15s
10W
66 09,79N 17 50,45V
L4678
Tjörnesviti
Fl(2)W 15s
16W
66 12,40N 17 08,67V
L4688
Selskersviti
Mo(N)W 30s
10W
66 07,45N 21 30,97V
L4608
Hrollaugseyjarviti
Fl W 20s
9W
64 01,68N 15 58,66V
L4770
Arnarnesviti
LFl WRG 10s
15W 12R 12G
66 05,93N 23 02,32V
L4584
Glettinganesviti
LFl(2)W 30s
12W
65 30,63N 13 36,46V
L4724
Urðaviti
Fl(3)WRG 15s
15W 12R 12G
63 26,19N 20 13,66V
L4786
Sléttueyraviti
Fl(2)WRG 10s
7W 5R 5G
66 17,77N 22 57,84V
L4600
Sauðanesviti við Súgandafjörð
Fl W 20s
7W
66 07,08N 23 39,41V
L4575
Klofningsviti
Fl(2)WRG 15s
7W 5R 5G
65 22,38N 22 57,01V
L4556
Melrakkanes
Fl WR 12s
9W 7R
66 23,78N 15 42,31V
L4706
Gjögurviti
Fl(4)WRG 30s
15W 12R 12G
65 59,76N 21 19,01V
L4616
Kambanesviti
Fl(4)WRG 20s
16W 13R 13G
64 48,07N 13 50,33V
L4744
Skorarviti
Fl W 5s
7W
65 24,90N 23 57,14V
L4558
Æðeyjarviti
Fl(2)WRG 22s
15W 12R 12G
66 05,47N 22 39,64V
L4582
Brimnesviti
Fl(2)WRG 10s
8W 5R 5G
65 18,50N 13 46,15V
L4726
Selvogsviti
Fl(2)W 10s
14W
63 49,27N 21 39,10V
L4824
Æðarsteinsviti
Fl WRG 5s
11W 9R 9G
64 40,09N 14 17,62V
L4754
Stokksnesviti
Fl(3)WRG 30s
16W 14R 14G
64 14,39N 14 57,84V
L4766
Akranesviti
Fl(2)WRG 20s
15W 12R 12G
64 18,53N 22 05,70V
L4520
Lundeyjarviti
Fl W 5s
7W
66 06,96N 17 22,21V
L4686
Þormóðsskersviti
LFl WRG 20s
11W 8R 8G
64 26,00N 22 18,56V
L4526
Faxaskersviti
Fl W 7s
6W
63 27,64N 20 14,38V
L4782
Þrídrangaviti
Mo(N)W 30s
9W
63 29,33N 20 30,79V
L4802
Papeyjarviti
Fl WRG 10s
12W 9R 8G
64 35,47N 14 10,48V
L4762
Bjargtangaviti
Fl(3)W 15s
16W
65 30,15N 24 31,90V
L4560
Elliðaeyjarviti
Fl WRG 10s
12W 8R 7G
65 08,73N 22 48,19V
L4552
Rauðinúpsviti
Mo(R)W 20s
16W
66 30,50N 16 32,63V
L4696
Straumnesviti
Fl W 4s
10W
66 25,83N 23 08,07V
L4604
Skarðsfjöruviti
Mo(C)W 30s
15W
63 31,07N 17 58,71V
L4775
Kirkjuhólsviti
Fl WRG 10s
15W 12R 12G
64 48,33N 23 05,78V
L4531
Grímseyjarviti
Fl W 20s
15W
66 31,69N 17 58,90V
L4674
Dyrhólaeyjarviti
Fl W 10s
27W
63 24,13N 19 07,83V
L4780

Öldudufl

NafnTímiKennialda mMeðalsveiflutími sÖldulengd mÖldustefna [rv. °]Sjávarhiti °
Grindavíkurdufl
29.06 — 20:32
0,5
5,9
54
Garðskagadufl
29.06 — 20:32
0,7
4,9
37
Flateyjardufl
29.06 — 20:59
0,6
4,5
31
Blakksnes
29.06 — 20:32
0,8
4,3
29
Straumnesdufl
29.06 — 20:30
1,0
6,4
63
8,1
Drangsnes
29.06 — 21:00
0,6
4,8
36
Grímseyjarsund
29.06 — 20:32
1,3
6,2
59
0,0
Kögurdufl
29.06 — 21:00
1,7
6,1
58
Hornafjarðardufl
29.06 — 20:59
0,8
4,3
28
Landeyjahöfn, V
29.06 — 21:19
0,9
4,4
30
180
Surtseyjardufl
29.06 — 20:32
1,2
4,5
32

Gögn síðast sótt 29 júní — 21:24:58


Veðurstöðvar

Gögn síðast sótt 29 júní — 21:24:58

NafnVindáttVindhraði m/sHiti °CLoftþrýstingur hPaMæld sjávarhæð m
Þverfjall
SV
2
8,6
1006
Siglufjarðarvegur
SSV
2
12,2
Ögur
VNV
4
7,8
Blönduós
NV
1
9,5
Ennisháls
SV
0
8,3
Hraunsmúli í Staðarsveit
SSV
1
9,1
1006
Hvalnes
VSV
4
9,0
Tjörnes
SSA
4
9,7
Kolgrafafjörður
NA
3
8,3
1006
Hámundarstaðaháls
A
1
7,5
Streiti
NA
1
6,3
Búlandshöfði
N
3
7,7
Stórholt
N
2
9,9
Kambaskriður
SV
0
6,8
Ólafsfjarðarmúli
SSV
1
8,4
Herkonugil
A
2
9,6
Selvogur
VSV
5
8,7
Stafá
NA
1
11,6
Hvaldalsá
VNV
1
10,5
Bjargtangar
SA
5
7,8
1002
Bjarnarey
NNV
7
7,5
1006
Víkurgerði
ASA
2
6,5
Flatey á Skjálfanda
VSV
5
7,4
1006
Borgarhöfn
SA
0
10,4
Garðskagaviti
SV
4
1006
Reykjanesviti
SSA
5
9,4
Hornbjargsviti
SA
2
6,4
1004
Flatey á Breiðafirði
NV
1
8,5
Papey
ANA
7
6,1
1002
Seley
NNA
0
7,6
1006
Skarðsfjöruviti
S
2
12,1
1007
Skagatá
ASA
4
7,3
1004
Straumnesviti
N
3
7,9
1006
Ingólfshöfði
SSV
3
11,1
1004
Grindavík
SV
2
9,1
1010
2,4
Hvanney
SV
6
11,8
1010
0,6
Húsavík
VSV
0
1008
0,5
Ólafsvík
Sandgerði
SSV
4
8,7
1009
2,0
Skagaströnd
SV
2
9,3
1007
0,5
Básasker
NA
2
12,0
1009
1,4
Þorlákshöfn
VSV
5
11,7
1008
-5,0
Miðbakki
ANA
2
8,4
1008
2,0
Sundahöfn
NA
1
10,8
-4,4
Akranes
S
1
9,6
1008
-2,9
Landeyjahöfn
VSV
4
10,0
1007
1,6
Borgarnes
V
3
11,1
Gufuskálar
SSV
4
9,0
1008
Stykkishólmur
N
1
8,9
1008
Súðavík
NNA
2
8,3
Gjögur
ANA
2
7,4
1008
Húsavík
NV
0
8,9
1009
Grímsey
SA
3
6,2
1007
Dalatangi
N
5
8,0
1010
Eyrarbakki
SV
6
10,0
1008