Vegagerðin annast rekstur landsvitakerfisins og hefur umsjón og eftirlit með uppbyggingu hafnarvita og innsiglingarmerkja.
Viðhald og eftirlit Vegagerðarinnar með vitum landsins skiptist í stórum dráttum í eftirlit með ljósabúnaði og viðhald á vitabyggingum.
Hlutverk Vegagerðarinnar er að sjá sjófarendum við Íslandsstrendur og á fiskimiðum við landið fyrir nauðsynlegum leiðbeiningum fyrir öruggar siglingar með rekstri á margvíslegum leiðarmerkjakerfum sem staðsett eru fyrir utan skip. Til slíkra leiðarmerkja teljast m.a. ljósvitar, rafræn AIS merki og sjómerki, annaðhvort landföst eða fljótandi við strendur landsins. Einnig eru rekinn ýmis leiðsögumerki eins og radarsvarar, radarspeglar og öldumælar. Leiðarmerkjakerfið nefnist einu nafni landsvitakerfið.
Vegagerðin veitir einnig tæknilega aðstoð og ráðgjöf við uppbyggingu leiðarmerkjakerfis innan hafna landsins og getur krafið hafnarstjórnir um að gera á eigin kostnað þá vita og önnur leiðarmerki sem Vegagerðin telur nauðsynleg til öryggis siglinga um viðkomandi hafnarsvæði. Leiðarmerkjakerfi innan hafnar, kallast hafnarvitakerfið. Landsvitakerfið og hafnavitakerfið nefnast einu nafni Vitakerfi Íslands.
Einnig er rekið upplýsingakerfið sjolag.is á heimasíðu Vegagerðarinnar. Birtar eru veðurupplýsingar frá veðurstöðvum staðsettum í völdum vitum og upplýsingar frá öldumælum fyrir sjólag frá 11 öldumælum sem staðsettir eru hringinn í kringum landið.
Viðhald og eftirlit Vegagerðarinnar með vitum landsins skiptist í rekstur raf- og ljósabúnaðar annars vegar og hins vegar viðhald á vitabyggingum og leiðsögukerfum. Nauðsynlegt er að viðhalda ytra byrði vita vel þar sem þeir eru notaðir sem dagmerki við siglingar og vitarnir margir hverjir á stöðum sem eru útsettir fyrir saltroki og vindum og miklu veðurálagi.
Samkvæmt ákvæði 13 í alþjóðasamþykktum um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS samþykktin 1974) ber aðildaríkjum að samþykktinni að setja upp leiðsögukerfi til sjós eins og sú skipaumferð sem er til staðar í viðkomandi landi réttlætir (hvar) og áhættustigið þarfnast (af hverju).
Vitakerfi Íslands greinist í tvo meginþætti, landsvita og hafnarvita. Til landsvitakerfisins heyra í meginatriðum allir þeir vitar og önnur leiðarmerki sem telja má að þjóni almennum siglingum við ströndina ásamt fiskveiðum. Hafnarvitar teljast þeir vitar og önnur leiðarmerki sem eingöngu eru reist til að leiðbeina skipum inn á hafnarsvæði eða um tilteknar hafnir. Með hafnarsvæði er hér átt við það svæði sem lögsaga hafnarinnar nær yfir.
Landsvitakerfið samanstendur af 104 ljósvitum, 11 siglingaduflum og 16 radarsvörum sem er komið fyrir þar sem landslagi er þannig háttað að erfitt er að ná fram endurvarpi á ratsjá skipa.
Hafnarvitakerfið er byggt upp af tæplega 20 ljósvitum, um 90 innsiglingarljósum á garðsendum og bryggjum, rúmlega 80 leiðarljósalínum og tæplega 50 baujum er vísa leið í innsiglingum að höfnum.
Leiðarmerki er hver sá búnaður, kerfi eða þjónusta sem er staðsett fyrir utan skip og er hannað og notað til að auka öryggi og hagkvæmni siglingu skipa eða skipaumferðar.
Ef hafnarstjórn eða einstaklingur vill setja upp leiðarmerki fyrir sjófarendur skal gerð þess og staðsetning ákveðin í samráði við Vegagerðina. Leiðarmerki má ekki taka í notkun fyrr en úttekt hefur farið fram af hálfu Samgöngustofu sem þá sér um að merkið verði auglýst skv. lögum um vitamál nr. 132/1999.
Hafnarstjórn eða einstaklingur, sem fengið hefur leyfi og sett upp leiðarmerki, er skuldbundinn til að halda merkinu við og tilkynna Samgöngustofu og Vegagerðinni tafarlaust um allar breytingar sem á því verða. Ef merki er ekki haldið nægilega við að dómi Samgöngustofu og Vegagerðarinnar er Vegagerðinni heimilt að annast nauðsynlegar lagfæringar á kostnað eiganda. Óski hafnarstjórn eða einstaklingur að leggja niður eða breyta leiðarmerki skal sótt um það til Vegagerðarinnar.
Vegagerðin getur krafist þess að hafnarstjórn láti gera á eigin kostnað þá vita og önnur leiðarmerki sem stofnunin telur nauðsynleg til öryggis siglinga um viðkomandi hafnarsvæði. Til eigin kostnaðar telst einnig viðhald og rekstur slíkra vita og leiðarmerkja.
Ljóstími vita
Logtími vita á Íslandi skiptist eftir 65 30 norðlægri breiddargráðu.
Notaðir eru birtunemar til að kveikja og slökkva á vitaljósum og því er logtími vita háður birtu en ekki staðsetningu, en þó er kveikt á sumum vitum allan sólarhringinn.
Vitaskrá er gefin út af Landhelgisgæslu Íslands en Vegagerðin ber ábyrgð á útgáfunni samkvæmt vitalögum. Í skránni er að finna lista yfir vita, staðsetningar þeirra, ljóseinkenni o.fl., dufl, radarsvara, sjó- og leiðarmerki o.fl. Neðar á þessari síðu má sjá yfirlit yfir vita á landinu.
Haustið 2002 gaf Siglingastofnun út bók um sögu vitaþjónustunnar á Íslandi: Vitar á Íslandi Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002 sem þeir Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson eru höfundar. Í þeirri bók er saga íslensku vitaþjónustunnar rakin frá upphafi. Greint er frá uppbyggingu og rekstri vitakerfisins, þætti vitavarðanna gerð skil og fjallað um tengsl byggingarstíls vitanna við strauma og stefnur í samtíma þeirra. Bókina prýðir og fjöldi ljósmynda.
Sjómerki og radarsvarar kallast leiðsögubúnaður. Öldumælingaduflum og veðurstöðvum hefur fjölgað undanfarin ár í tengslum við uppbyggingu á upplýsingakerfi Siglingastofnunar um veður og sjólag.
6 radíóvitar eru í rekstri og eru þeir fyrst og fremst notaðir til að senda út leiðréttingarmerki með GPS-staðsetningarkerfinu, þ.e. DGPS-kerfið. Ljósdufl/baujur eru nú 9 talsins og hefur fækkað nokkuð síðustu ár. Betri siglingatæki hafa leyst þau af hólmi.
Stofnunin er með 16 radarsvara í rekstri. Radarsvörum er komið fyrir þar sem landslagi er þannig háttað að erfitt er að ná fram endurvarpi á ratsjá.
Rekstur á AIS kerfi: Automatic Identification System er árekstrar varnarkerfi fyrir skip og leiðsögukerfi til siglinga. Skip geta auðkennt hvert annað úr fjarlægð og úr landi, og notast sá hluti fyrir vaktstöðina og leit og björgun. Notast líka til sjálfvirkar tilkynningarskyldu skipa. Um er að ræða miðlægan söfnunarbúnað ásamt móttökutækjum ásamt loftnetum víðsvegar um landið, alls um 44 staðir, sem nema sendingar frá AIS sendum skipa í sífellu. AIS kerfið er á forræði alþjóðavitastofnunnar IALA sem útfærði tæknilega virkni og skjalaði.
AIS- Automatic Indentification System, nefnt sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa á íslensku, er rafrænt tilkynningar- og upplýsingakerfi.
AIS er mikilvægur búnaður sem m.a. Þjónar eftirfarandi markmiðum:
AIS keyrir á rás VHF 87 (161.975 MHz) og rás 88 (162.025 MHz)
Satelite-AIS
S-AIS er AIS móttakari sem er staðsettur í gerfihnöttum og/eða Alþjóðlegu geimstöðinni ISS og fylgist með AIS skilaboðum á VHF rásum. S-AIS er hægt að horfa á sem varakerfi fyrir LRIT í dag.
S-AIS keyrir á rás VHF XX (YYYY MHz) og rás YY (XXX)
AIS var í upphafi hannað fyrir að auðkenna skip nálægt landi, en þó voru sett inn í hönnunina möguleikar á að ná lengra út fyrir loftnetakerfi landstöðva með því að skilgreina IEC 61162 staðla fyrir AIS siglingatæki sem önnur langdrægari kerfi gætu talað við. LRIT er nýtt til að “polla” AIS staðsetningar úr AIS tækjum skipa yfir gerfihnattarsambönd (Innmarsat-C, sem hefur tengingu við GNSS kerfi), að lágmarki 4 staðsetningar skips á sólarhring á hverjum degi, eða 1 sinni á 6 klst og skráð í miðlægan gagnagrunn.
Unnið er að því að bæta við Iridum tunglkerfinu m.a. vegna norðlægra breiddargráða sem Ísland er á.
LRIT var tekið í notkun árið 2009 í samræmi við ályktanir Siglingaöryggisráð IMO.
https://wwwcdn.imo.org/localresources/en/KnowledgeCentre/IndexofIMOResolutions/MSCResolutions/MSC.202(81).pdf
https://wwwcdn.imo.org/localresources/en/KnowledgeCentre/IndexofIMOResolutions/MSCResolutions/MSC.211(81).pdf
GNSS (Global Navigation Satellite System) er samheiti um gervihnattarkerfi sem veita staðsetningarákvörðun um allan heim.
Ef GNSS kerfið er samþykkt af Alþjóðasiglingamálastofnuninni IMO sem hluti af WWRNS (Worldwide Radio Navigation System) eins og sett fram í IMO ályktun A.1046(27), þá eru móttakarar GNSS kerfisins ályktaðir að fullnægja kröfum IMO um nákvæmni siglingatækja í SOLAS alþjóðasamningnum kafla V.
Kröfur til staðsetningarnákvæmni við siglingar:
Truflanir og útföll á GNSS
Truflanir á GNSS, geta leitt til þess að AIS misreiknast og þar með er AIS ekki að gefa upp rétta staðsetningu á skipum. GNSS klukkur eru burðarkerfi AIS kerfisins. Ef GNSS fellur út, fellur AIS út. Því mikilvægt að koma á fót varakerfi fyrir GNSS.
Dagsmerki:
Vitabygging skal vera gott dagsmerki sem er vel greinanlegt frá umhverfi sínu, að sumri sem vetri og sett upp á vissum landfræðilegum stöðum. Vitabygging er því notuð sem staðsetningarmerki við siglingar og finna má lýsingu af vitamannvirkinu í Vitaskrá Íslands.
Á leiðarmerkjum eru dagmerki oft til staðar, en Þegar rökkva tekur og dagmerkin eru ekki sjáanleg lengur, kveiknar á þeim ljós. Það ljós er næturmerki viðkomandi merkis og gefur til kynna um hverskona leiðarmerki er að ræða.
Vegagerðin skal merkja öruggar og fullnægjandi siglingaleiðir. Það er að mestu gert með fljótandi sjómerkjum. Öll fljótandi sjómerki (dufl) sem nú eru í notkun við strendur landsins eru flokkuð í samræmi við reglur IALA sjómerkjakerfisins.
Sjómerkjakerfið á að gefa til kynna:
Hliðarmerki: notuð í sambandi við hefðbundna siglingastefnu, venjulega á vel ákvörðuðum siglingaleiðum eða sundum. Merkin sýna bakborðs‐ og stjórnborðsmörk siglingaleiðarinnar.
Andófsmerki: gefur til kynna örugga siglingaleið allt í kringum merkið, t.d. Miðsundsmerki.
Sérstök merki: ekki notuð sem eiginlegt leiðbeiningarmerki á öruggum siglingaleiðum, heldur til að benda á svæði eða atriði, sem getið er um í upplýsingum til sjófarenda.
Vegagerðin veitir umsagnir um skipulagsmál á strandsvæðum þar sem þau snerta merktar siglingaleiðir eða hafnir.
Á vef Landhelgisgæslunnar má finna tilkynningar til sjófarenda, meðal annars þær tilkynningar sem Vegagerðinni ber skylda til að tilkynna sjófarendum. Þar birtast einnig leiðréttingar á vitaskrá sem gefin er út eftir þörfum.
Í lista yfir tilkynningarnar er að finna upplýsingar um sjókort sem eru í gildi á hverjum tíma ásamt leiðréttingum á þeim. Einnig er hægt að skoða rafræn íslensk sjókort og aðrar útgáfur til viðmiðunar en ekki er ætlast til að rafræna útgáfan notist til siglinga þar sem hún er ekki uppfærð reglulega.
Í lögum um vitamál segir að þeim sem annast rekstur leiðarmerkis sé skylt að koma tilkynningum um breytingar og bilanir til Vegagerðarinnar svo fljótt sem verða má, en stofnunin sér síðan um birtingu þeirra. Á sama hátt ber öllum sem verða varir við bilanir í vitakerfi landsins að senda tilkynningar um þær til Vegagerðarinnar svo fljótt sem verða má.
Vegagerðinni er skylt að tilkynna um alla farartálma sem verða á almennri siglingaleið og ekki er getið í sjókortum eða tilkynningum til sjófarenda.
Yfirmarkmið öryggisáætlunarinnar eru 3:
Öryggisáætlun sjófarenda er unnin af starfshópi um öryggi sjófarenda í samráði við fagráð um siglingamál, Framsetningin byggir á þremur víddum ( safe systems approach) en þær eru notendur, farartæki og innviðir. Sett eru yfirmarkmið og fyrir hvert þeirra mælanleg frammistöðumarkmið. Settar eru fram áherslur fyrir hverja vídd og á grundvelli þeirra byggja aðgerðir sem miða að því að ná árangri í markmiðum.
Samgöngustofa hefur umsjón með öryggisáætlun sjófarenda.
Alþjóðlegi SOLAS samningurinn kveður á um að skip fylgi fyrirfram ákveðnum siglingaleiðum. Samningurinn var tekinn upp af öryggisástæðum.
Umferðaraðskilnaðarkerfi og leiðarkerfi siglinga hefur verið komið á fót á flestum umferðamestu siglingasvæðum heimsins, og fjöldi árekstra og siglinga í strand hefur fækkað verulega.
Á Íslandi er stefna sjómerkjakerfisins í megin atriðum þannig að siglt er réttsælis eða sólarsinnis í kringum landið. Það sama á við á siglingaleiðum inn til hafna eða meðfram ströndum að siglt er réttsælis.
Áhættumat hefur stoð og er innleitt í gegnum alþjóðasamning um öryggi mannslífa á hafinu, SOLAS samninginn, regla 13, liður 1. Samningurinn tók gildi 25. maí 1980.
Ríkisstjórnir sem skrifað hafa undir samningin, skilyrða sig til að setja upp merki í samræmi við þá áhættu sem er til staðar.
Samgöngustofa birtir gerninga Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar á vefnum
Öll skip 300 BT og stærri skulu hafa 9 GHz radar sem hluta af siglingatækjum.
Skip sem eru 3000 BT og stærri skulu vera með 3 GHz radar, eða þar sem það er talið nauðsynlegt, annan 9 Ghz radar.
150 BT skip skulu hafa 9 GHz radar.
Fyrir leiðarstjórnun og staðsetningargetu þessara skipa, rekur Vegagerðin radarsvara.
Ef AIS kerfið verður fyrir útfalli þá eru enn til staðar radarsvarar á landi.
Radarsvarar og radarpseglar eru álitnir sem varakerfi eða auðga AIS kerfið þegar það notast til að ákvarða staðsetningu.
Alþjóðareglur
Sér í lagi tiltekur Alþjóðasamningurinn, kafli V sérstaklega að sá kafli skal gilda um öll skip á sjó, en ekki bara SOLAS skip eins og aðrir kaflar samningsins tiltekur.
Kafli V, aðgreinir þannig ekki sjófarendur á annan hátt en útfrá siglingaþéttleika og þeirri áhættu sem er til staðar, óháð tegund af skipi sem siglir.
Hér fyrir neðan má sjá landsvita á Íslandi, nafn vita, ljóseinkenni, sjónarlengd, staðsetningu og númer. Vitarnir í upptalningunni hér að neðan eru þeir vitar sem Vegagerðin sinnir eftirliti og viðhaldi með.
Nafn | Ljóseinkenni | Sjónarlengd | Staður | Númer |
---|---|---|---|---|
Akranesviti | Fl(2)WRG 20s | 15W 12R 12G | 64 18,53N 22 05,70V | L4520 |
Alviðruhamrarviti | Mo(R)W 20s | 16W | 63 27,31N 18 18,52V | L4776 |
Arnarnesviti | LFl WRG 10s | 15W 12R 12G | 66 05,93N 23 02,32V | L4584 |
Arnarstapaviti | LFl WRG 5s | 11W 8R 8G | 64 46,12N 23 36,97V | L4532 |
Bakkafjöruviti | Fl W 3s | 7W | 63 32,15N 20 09,30V | L4781 |
Bjargtangaviti | Fl(3)W 15s | 16W | 65 30,15N 24 31,90V | L4560 |
Bjarnareyjarviti | Fl(3)W 20s | 10W | 65 47,14N 14 18,49V | L4721 |
Brimnesviti | Fl(2)WRG 10s | 8W 5R 5G | 65 18,50N 13 46,15V | L4726 |
Bríkurviti | Fl(3)W 10s | 6W | 66 07,14N 18 36,60V | L4660.6 |
Dalatangaviti | Fl W 5s | 14W | 65 16,21N 13 34,49V | L4730 |
Digranesviti | Fl WRG 20s | 15W 12R 12G | 66 03,45N 14 43,91V | L4714 |
Dyrhólaeyjarviti | Fl W 10s | 27W | 63 24,13N 19 07,83V | L4780 |
Elliðaeyjarviti | Fl WRG 10s | 12W 8R 7G | 65 08,73N 22 48,19V | L4552 |
Faxaskersviti | Fl W 7s | 6W | 63 27,64N 20 14,38V | L4782 |
Fjallaskagaviti | Fl W 5s | 12W | 66 00,50N 23 48,70V | L4574 |
Flatey á Skjálfanda | Fl(3)W 15s | 10W | 66 09,79N 17 50,45V | L4678 |
Galtarviti | Fl W 10s | 12W | 66 09,79N 23 34,27V | L4578 |
Garðskagaviti | Fl W 5s | 15W | 64 04,92N 22 41,40V | L4480 |
Geirfuglaskersviti | Fl W 15s | 7W | 63 19,07N 20 29,82V | L4800 |
Gerðistangaviti | Fl(2)WRG 10s | 6W 4R 4G | 64 00,74N 22 21,11V | L4494 |
Gjögurviti | Fl(4)WRG 30s | 15W 12R 12G | 65 59,76N 21 19,01V | L4616 |
Glettinganesviti | LFl(2)W 30s | 12W | 65 30,63N 13 36,46V | L4724 |
Grenjanesviti | LFl W 20s | 15W | 66 15,48N 15 20,13V | L4710 |
Grímsey á Steingrímsfirði | Fl WRG 10s | 10W 7R 7G | 65 41,17N 21 23,72V | L4620 |
Grímseyjarviti | Fl W 20s | 15W | 66 31,69N 17 58,90V | L4674 |
Grímuviti | Fl W 8s | 12W | 65 00,37N 13 55,32V | L4735 |
Gróttuviti | Fl(3)WRG 20s | 15W 13R 13G | 64 09,90N 22 01,32V | L4501 |
Hafnarnesviti | Fl WRG 20s | 12W 9R 9G | 64 52,46N 13 45,96V | L4738 |
Hegranesviti | LFl WRG 15s | 15W 12R 12G | 65 46,19N 19 32,54V | L4644 |
Hjalteyrarviti | Fl(2)WRG 20s | 12W 12R 12G | 65 51,11N 18 11,46V | L4666 |
Hornbjargsviti | Fl(2)W 20s | 12W | 66 24,64N 22 22,75V | L4606 |
Hólmsbergsviti | Fl(2)WRG 20s | 16W 12R 12G | 64 01,82N 22 33,42V | L4483 |
Hópsnesviti | LFl(3)WRG 20s | 13W 12R 12G | 63 49,58N 22 24,39V | L4828 |
Hraunhafnatangi | Mo(N)WR 30s | 10W 7R | 66 32,17N 16 01,57V | L4699 |
Hríseyjarviti | Fl WRG 8s | 15W 12R 12G | 66 01,09N 18 24,03V | L4660 |
Hrollaugseyjarviti | Fl W 20s | 9W | 64 01,68N 15 58,66V | L4770 |
Hrólfsskersviti | Fl W 3s | 8W | 66 05,39N 18 25,12V | L4658 |
Hvaleyraviti | Fl WRG 6s | 6W 4R 4G | 64 20,55N 21 43,89V | L4516 |
Hvalnesviti | Fl(2)W 20s | 15W | 64 24,14N 14 32,41V | L4764 |
Hvanneyjarviti | Fl WRG 5s | 12W 9R 9G | 64 13,82N 15 11,24V | L4768 |
Höskuldseyjaviti | Fl WRG 6s | 10W 7R 7G | 65 05,72N 23 00,81V | L4550 |
Ingólfshöfðaviti | Fl(2)W 10s | 17W | 63 48,10N 16 38,23V | L4772 |
Kambanesviti | Fl(4)WRG 20s | 16W 13R 13G | 64 48,07N 13 50,33V | L4744 |
Karlsstaðatangi | Fl(2)WRG 10s | 11W 9R 9G | 64 41,27N 14 13,70V | L4750 |
Kálfshamarsviti | LFl(2)WRG 20s | 15W 12R 12G | 66 01,03N 20 25,98V | L4635 |
Ketilflesarviti | Fl(3)WRG 15s | 7W 5R 5G | 64 36,95N 14 14,85V | L4760 |
Kirkjuhólsviti | Fl WRG 10s | 15W 12R 12G | 64 48,33N 23 05,78V | L4531 |
Klofningsviti | Fl(2)WRG 15s | 7W 5R 5G | 65 22,38N 22 57,01V | L4556 |
Knarrarósviti | LFl W 30s | 16W | 63 49,40N 20 58,54V | L4804 |
Kópaskersviti | Fl WRG 20s | 14W 12R 12G | 66 18,39N 16 28,08V | L4690 |
Krísuvíkurberg | Fl W 10s | 9W | 63 49,80N 22 04,15V | L4826 |
Krossnesviti | Fl(4)WRG 20s | 13W 11R 11G | 64 58,28N 23 21,42V | L4544 |
Kögurviti | Fl WRG 15s | 8W 5R 5G | 65 36,52N 13 51,77V | L4722 |
Landahólsviti | Fl WRG 4s | 15W 12R 12G | 64 49,56N 13 49,61V | L4743 |
Langanesviti | Fl(2)W 10s | 10W | 66 22,71N 14 31,98V | L4712 |
Langanesviti við Arnafjörð | Fl WRG 15s | 10W 7R 7G | 65 43,18N 23 31,96V | L4568 |
Lundeyjarviti | Fl W 5s | 7W | 66 06,96N 17 22,21V | L4686 |
Malarhornsviti | Fl(2)WRG 15s | 15W 11R 11G | 65 41,41N 21 26,18V | L4622 |
Malarrifsviti | Fl(4)WRG 30s | 16W 13R 13G | 64 43,69N 23 48,17V | L4534 |
Málmeyjarviti | Fl(2)WRG 15s | 11W 8R 8G | 66 00,45N 19 32,29V | L4648 |
Melrakkanes | Fl WR 12s | 9W 7R | 66 23,78N 15 42,31V | L4706 |
Miðleiðaskersviti | Fl W 8s | 5W | 65 27,77N 22 41,53V | L4557 |
N-Straumnesviti | Fl WRG 6s | 10W 8R 8G | 66 04,63N 19 21,26V | L4650 |
Norðfjarðahorn (Gullþúfa) | Fl W 15s | 6W | 65 09,96N 13 30,76V | L4730.6 |
Ólafsviti | LFl WRG 20s | 15W 12R 12G | 65 36,58N 24 09,60V | L4562 |
Óshólaviti | Fl(3)WR 20s | 15W 11R | 66 09,13N 23 12,53V | L4580 |
Papeyjarviti | Fl WRG 10s | 12W 9R 8G | 64 35,47N 14 10,48V | L4762 |
Rauðinúpsviti | Mo(R)W 20s | 16W | 66 30,50N 16 32,63V | L4696 |
Raufarhafnaviti | Fl(3)WRG 20s | 9W 7R 6G | 66 27,24N 15 55,96V | L4700 |
Reykjanes aukaviti | Fl W 3s | 9W | 63 48,03N 22 41,86V | L4468 |
Reykjanesviti | Fl(2)W 30s | 22W | 63 48,94N 22 42,26V | L4466 |
Sauðanesviti | Fl(3)WR 20s | 16W 12R | 66 11,22N 18 57,06V | L4652 |
Sauðanesviti við Súgandafjörð | Fl W 20s | 7W | 66 07,08N 23 39,41V | L4575 |
Seleyjarviti | Fl(3)WRG 25s | 8W 6R 5G | 64 58,65N 13 31,19V | L4733 |
Selskersviti | Mo(N)W 30s | 10W | 66 07,45N 21 30,97V | L4608 |
Selvogsviti | Fl(2)W 10s | 14W | 63 49,27N 21 39,10V | L4824 |
Siglunesviti | Fl W 7,5s | 12W | 66 11,56N 18 49,25V | L4656 |
Skaftárósviti | Fl W 3s | 14W | 63 38,95N 17 49,77V | L4774 |
Skagatáarviti | Fl W 10s | 13W | 66 07,16N 20 05,93V | L4636 |
Skarðsfjöruviti | Mo(C)W 30s | 15W | 63 31,07N 17 58,71V | L4775 |
Skarðsviti | Fl(3)WRG 30s | 16W 12R 12G | 65 29,13N 20 59,25V | L4628 |
Skarfaklettsviti | Fl W 3s | 5W | 65 28,29N 22 35,83V | L4556.5 |
Skorarviti | Fl W 5s | 7W | 65 24,90N 23 57,14V | L4558 |
Sléttueyraviti | Fl(2)WRG 10s | 7W 5R 5G | 66 17,77N 22 57,84V | L4600 |
Stafnesviti | Fl(3)WR 15s | 12W 12R | 63 58,25N 22 45,14V | L4472 |
Stokksnesviti | Fl(3)WRG 30s | 16W 14R 14G | 64 14,39N 14 57,84V | L4766 |
Stórhöfðaviti | Fl(3)W 20s | 16W | 63 23,97N 20 17,31V | L4784 |
Straumnesviti | Fl W 4s | 10W | 66 25,83N 23 08,07V | L4604 |
Streitisviti | Fl(3)WRG 20s | 14W 12R 12G | 64 43,79N 13 59,14V | L4749.2 |
Svalbarðseyrarviti | LFl WRG 6s | 11W 11R 11G | 65 44,64N 18 05,47V | L4668 |
Svalvogaviti | LFl(2)WRG 20s | 11W 8R 8G | 65 54,59N 23 50,76V | L4570 |
Svörtuloftaviti | Fl(2)W 10s | 11W | 64 51,82N 24 02,34V | L4538 |
Tjörnesviti | Fl(2)W 15s | 16W | 66 12,40N 17 08,67V | L4688 |
Urðaviti | Fl(3)WRG 15s | 15W 12R 12G | 63 26,19N 20 13,66V | L4786 |
Vattarnesviti | Fl(2)WRG 15s | 15W 12R 12G | 64 56,17N 13 41,12V | L4734 |
Þorlákshöfn (Hafnarnes) | Fl W 3s | 12W | 63 51,07N 21 21,65V | L4820 |
Þormóðsskersviti | LFl WRG 20s | 11W 8R 8G | 64 26,00N 22 18,56V | L4526 |
Þrídrangaviti | Mo(N)W 30s | 9W | 63 29,33N 20 30,79V | L4802 |
Æðarsteinsviti | Fl WRG 5s | 11W 9R 9G | 64 40,09N 14 17,62V | L4754 |
Æðeyjarviti | Fl(2)WRG 22s | 15W 12R 12G | 66 05,47N 22 39,64V | L4582 |
Öndverðanesviti | Fl W 3s | 8W | 64 53,11N 24 02,66V | L4540 |
Nafn | Tími | Kennialda m | Meðalsveiflutími s | Öldulengd m | Öldustefna [rv. °] | Sjávarhiti ° |
---|---|---|---|---|---|---|
Blakksnes | 20.01 — 18:01 | 3,5 | 6,2 | 59 | ||
Drangsnes | 20.01 — 18:00 | 0,0 | ||||
Flateyjardufl | 20.01 — 18:29 | 1,0 | 3,4 | 18 | ||
Garðskagadufl | 20.01 — 18:01 | 2,3 | 5,1 | 40 | ||
Grindavíkurdufl | 20.01 — 18:01 | 1,1 | 6,3 | 63 | ||
Grímseyjarsund | 20.01 — 18:01 | 4,0 | 7,3 | 83 | 0,0 | |
Hornafjarðardufl | 20.01 — 18:29 | 2,0 | 5,9 | 53 | ||
Kögurdufl | 20.01 — 18:00 | 5,6 | 8,6 | 116 | ||
Landeyjahöfn, V | 20.01 — 18:49 | 1,2 | 7,1 | 78 | 185 | |
Straumnesdufl | 20.01 — 18:01 | 3,9 | 6,9 | 74 | 3,2 | |
Surtseyjardufl | 20.01 — 18:01 | 2,0 | 7,4 | 86 | ||
Gögn síðast sótt 20 jan. — 18:59:02
Gögn síðast sótt 20 jan. — 18:59:02
Nafn | Vindátt | Vindhraði m/s | Hiti °C | Loftþrýstingur hPa | Mæld sjávarhæð m |
---|---|---|---|---|---|
Akranes | NNA | 10 | 1,9 | 1013 | 1,6 |
Básasker | NV | 4 | 5,6 | 1009 | 1,4 |
Bjargtangar | NNA | 15 | 0,1 | 1012 | |
Bjarnarey | ANA | 13 | 1,4 | 1011 | |
Blönduós | NNA | 11 | 0,3 | ||
Borgarhöfn | N | 5 | 5,9 | ||
Borgarnes | ANA | 5 | 0,8 | ||
Búlandshöfði | NNA | 9 | 1,1 | ||
Dalatangi | NNA | 9 | 1,3 | 1013 | |
Ennisháls | NNA | 14 | -1,7 | ||
Eyrarbakki | N | 4 | 1,0 | 1011 | |
Flatey á Breiðafirði | NA | 11 | 1,1 | ||
Flatey á Skjálfanda | |||||
Garðskagaviti | N | 15 | 2,1 | 1011 | |
Gjögur | NNA | 11 | 0,1 | 1019 | |
Grindavík | NNV | 7 | 1,8 | 1014 | 2,2 |
Grímsey | ANA | 9 | 0,3 | 1016 | |
Gufuskálar | NA | 13 | 1,2 | 1017 | |
Hallsteinsnes | NA | 8 | 0,7 | ||
Hámundarstaðaháls | NNV | 4 | -0,5 | ||
Herkonugil | A | 12 | -0,1 | ||
Hornbjargsviti | NA | 10 | 0,0 | 1017 | |
Hraunsmúli í Staðarsveit | NNA | 22 | 1,3 | 1010 | |
Húsavík | NA | 10 | 1015 | 0,4 | |
Húsavík | A | 8 | 1,2 | 1017 | |
Hvaldalsá | N | 5 | 2,9 | ||
Hvalnes | NNA | 13 | 2,3 | ||
Hvanney | N | 10 | 3,9 | 1008 | 0,5 |
Ingólfshöfði | VNV | 3 | 3,2 | 1000 | |
Kambaskriður | ANA | 6 | 1,1 | ||
Kolgrafafjörður | NNA | 11 | 1,3 | 1015 | |
Landeyjahöfn | VNV | 3 | 1,6 | 1008 | 1,5 |
Miðbakki | NA | 5 | 1,8 | 1012 | 1,7 |
Ólafsfjarðarmúli | NNV | 7 | 0,3 | ||
Ólafsvík | ANA | 4 | 1,6 | 1017 | 1,3 |
Papey | N | 13 | 1,5 | 1001 | |
Reykjanesviti | N | 16 | 1,6 | ||
Sandgerði | N | 12 | 1,9 | 1014 | 1,8 |
Seley | NA | 13 | 1,8 | 1007 | |
Selvogur | NNA | 3 | 2,3 | ||
Siglufjarðarvegur | NA | 4 | 0,8 | ||
Skagaströnd | NNA | 10 | 1,4 | 1017 | 0,5 |
Skagatá | ANA | 14 | 1,1 | 1014 | |
Skarðsfjöruviti | NNV | 2 | 1,4 | 1007 | |
Stafá | ANA | 7 | 1,1 | ||
Stórholt | NNA | 6 | -0,4 | ||
Straumnesviti | N | 16 | -0,9 | 1019 | |
Streiti | A | 7 | 1,9 | ||
Stykkishólmur | NA | 8 | 0,6 | 1017 | |
Sundahöfn | NV | 2 | 2,8 | -4,4 | |
Súðavík | N | 4 | -0,1 | ||
Tjörnes | ANA | 7 | 0,3 | ||
Víkurgerði | ANA | 5 | 1,7 | ||
Þorlákshöfn | NA | 2 | 2,2 | 1011 | 1,5 |
Þverfjall | ANA | 13 | -5,7 | 1028 | |
Ögur | NNA | 9 | 0,7 | ||