Hvað getur lögreglan á Íslandi notað til að meta árangur af sýnilegri löggæslu? Eitt af meginmarkmiðum þessarar rannsóknar er að sýna fram á hvernig nota má umferðargreina til að meta áhrif umferðareftirlits á umferðarhraða og nota í baráttunni
við hraðakstur og til fækkunar umferðarslysa. Umferðargreinir er tæki sem skráir sjálfvirkt, stund, hraða, stefnu og stærð ökutækja. Að auki gefur umferðargreinirinn upplýsingar um bil milli ökutækja (tími í sekúndum milli ökutækja.)