Í umhverfisstefnu Vegagerðarinnar eru kynntar áherslur um að Vegagerðin stefnir að því að draga úr vistspori sinna framkvæmda með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi.
Í umhverfisstefnu Vegagerðarinnar eru kynntar áherslur um að Vegagerðin stefnir að því að draga úr vistspori sinna framkvæmda með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi.
Við framkvæmdir leitast Vegagerðin við að takmarka röskun lands, þ.e. við hönnun framkvæmda skuli vernda ósnortið land, víðerni og verndarsvæði, vistkerfi, landslagsheildir, náttúru- og menningarminjar.
Frágangur skuli falla vel að landslagi og umgengni ávallt til fyrirmyndar.
Við framkvæmdir og þjónustu Vegagerðarinnar skal huga að því að takmarka dreifingu ágengra tegundar og þróa mótvægisaðgerðir þegar staðsetning framkvæmda er í viðkvæmu vistkerfi.
Kortlagning og vöktun ágengra tegunda er mikilvæg, auk þess að þróa mótvægisaðgerðir vegna framkvæmda. Kortlagning og vöktun vistkerfa sem skilgreind eru sem viðkvæm er sérstaklega mikilvæg.
Vegagerðin hefur unnið að endurheimt votlendis víðs vegar um land til að bæta fyrir tap og röskun á votlendi vegna vegaframkvæmda. Dæmi um verkefni þar sem unnið hefur verið að umfangsmiklum rannsóknum við vöktun og endurheimt er við Vestfjarðarveg.
Við framkvæmdir skal takmarka röskun á landslagheildum, náttúru- og menningarminjum. Við hönnun og frágang framkvæmda skal hafa að markmiði að framkvæmdir skulu falla vel að landslagi og umgengni sé ávallt til fyrirmyndar. Enn fremur vill Vegagerðin stuðla að ánægjulegri upplifun veg- og sjófarenda með vandaðri hönnun sem taki mið af byggingarlist, varðveislu menningarumhverfis og náttúru.
Í umhverfisstefnu Vegagerðarinnar kemur fram að við stefnumótun, hönnun, byggingu og rekstur samgöngumannvirkja leitist Vegagerðin við að vernda ósnortið land, víðerni og verndarsvæði, vistkerfi, landslagsheildir, náttúru- og menningarminjar.
Vegagerðin leggur áherslu á að takmarka röskun lands, frágangur falli vel að landslagi og umgengni sé til fyrirmyndar.
Dæmi um verkefni þar sem unnið var náið með hagaðilum við varðveislu menningarumhverfis, landslags og staðagróðurs er framkvæmdasvæðið við Þingvallarveg.