Hjá Vegagerðinni vinna um 350 starfsmenn með ólíkan bakgrunn og reynslu. Við leggjum áherslu á sjálfstæði í vinnubrögðum, góða samskiptahæfileika, jákvætt viðhorf, frumkvæði í starfi og öryggisvitund.
Öll störf eru auglýst hér á heimasíðu Vegagerðarinnar, á Starfatorgi og á Alfreð. Sum störf eru auk þess auglýst í dagblöðum.
Þau sem hafa áhuga á að starfa hjá Vegagerðinni er bent á að hægt er að sækja um með því að smella á tengil sem er að finna í auglýsingum um störf hér fyrir neðan.
Vegagerðin auglýsir öll laus störf hjá stofnuninni. Áhugasamir umsækjendur geta kynnt sér laus störf hér að neðan.
Umsóknarfrestur: 02.01.2024 – 30.12.2024
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Viltu vera á skrá?
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Verkefni:
Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir störfum.
Hæfniskröfur:
Hjá Vegagerðinni starfa um 350 starfsmenn með ólíkan bakgrunn og reynslu.
Við leggjum áherslu á
Skipulagseining:
Vegagerðin (10211)
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður fyrir öll kyn. Í umsókn þurfa að koma fram persónulegar upplýsingar ásamt þeirri hæfni og menntun sem viðkomandi hefur yfir að ráða. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára og með gilt ökuskírteini ásamt því að vera með íslenska kennitölu.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Önnur störf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starf vélamanns í vinnuflokki er laust til umsóknar. Vinnuflokkurinn sér um viðhald brúa á suður- og austurlandi þar sem Vegagerðin er veghaldari.
Ef þú hefur áhuga á að vinna í átta manna teymi sem vinnur úti allan ársins hring við fjölbreytt brúarvinnuverkefni á fjölbreyttum stöðum á suður- og austurlandi, þá viljum við heyra frá þér.
Vélamaður stjórnar vinnuvélum vinnuflokks og getur þurft að sinna smáviðgerðum og viðhaldi á vélum. Meðal verka er einnig vinna við smíði, steypu- múr og stál og önnur störf sem viðkomandi kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.
Starfsmenn vinnuflokka vinna almennt á virkum dögum, nokkuð langa vinnudaga þar sem önnur hvor vika er styttri en hin. Þegar svo ber undir gæti þurft að vinna í 10 daga úthaldi.
Vinnuflokkar eru hluti af viðbragðskerfi samfélagsins vegna náttúruhamfara og geta verið kallaðir til starfa með stuttum fyrirvara þegar brýr verða fyrir skemmdum vegna flóða.¿
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Suðurlands hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Afrit af vinnuvélaréttindum þarf að fylgja umsókn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.01.2025
Sigurjón Karlsson, yfirverkstjóri – sigurjon.karlsson@vegagerdin.is – 5221000
– –
Starf sérfræðings á tækjabúnaðardeild er laust til umsóknar. sérfræðingur hefur m.a. umsjón og eftirlit með verkefnum sem tengjast veglýsingarmálum í eigu Vegagerðarinnar og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu Vegagerðarinnar.
Vegagerðin á og rekur mikið magn búnaðar og tækja í tengslum við samgöngur. Er það búnaður eins og umferðarljós, götulýsing, veðurstöðvar, myndavélar, LED upplýsingaskilti, teljarar, mengunarmælar, rafbúnaður og fjarskipti í jarðgöngum, vöktunarbúnaður ýmiskonar, vitar, öldudufl og radarsvarar svo fátt eitt sé nefnt. Auk þessa er í rekstri fjöldinn allur af kerfum til miðlunar gagna og upplýsinga.
Tækjabúnaðardeild er hluti Þjónustusviðs Vegagerðarinnar með aðsetur í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Veglýsingin er á ábyrgð og í rekstri svæðisstöðva á hverjum stað, en tækjabúnaðardeild sér um miðlæg kerfi, samræmingu krafna til búnaðar milli svæðisstöðva og annað vegna veglýsingarbúnaðarins og þróunar hans.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.01.2025
Kristinn Hauksson, forstöðumaður – kristinn.hauksson@vegagerdin.is – 522 1000
– –