Hjá Vegagerðinni vinna um 350 starfsmenn með ólíkan bakgrunn og reynslu. Við leggjum áherslu á sjálfstæði í vinnubrögðum, góða samskiptahæfileika, jákvætt viðhorf, frumkvæði í starfi og öryggisvitund.
Öll störf eru auglýst hér á heimasíðu Vegagerðarinnar, á Starfatorgi og á Alfreð. Sum störf eru auk þess auglýst í dagblöðum.
Þau sem hafa áhuga á að starfa hjá Vegagerðinni er bent á að hægt er að sækja um með því að smella á tengil sem er að finna í auglýsingum um störf hér fyrir neðan.
Vegagerðin auglýsir öll laus störf hjá stofnuninni. Áhugasamir umsækjendur geta kynnt sér laus störf hér að neðan.
Hefur þú áhuga á að vinna að verkefnum sem skipta máli fyrir samfélagið ?
Vegagerðin hefur það hlutverk að byggja upp, viðhalda og reka samgöngukerfi ríkisins. Við leitum að deildarstjóra umsjónardeildar á Austursvæði. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starfi í stýringu nýframkvæmda og viðhalds á starfssvæði Vegagerðarinnar á Austursvæði.
Umsjónardeildir svæða hafa umsjón og eftirlit með þeim framkvæmdum sem svæðum eru falin. Í samráði við mannvirkjasvið annast umsjónardeild viðhald bundinna slitlaga, styrkingar og endurbætur ásamt efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða fullt starf á svæðismiðstöð á Reyðarfirði með möguleika á að sinna starfinu að hluta til í þjónustumiðstöð Vegagerðarinnar í Fellabæ.
Deildarstjóri leiðir starfsemi umsjónardeildar og sýnir gott fordæmi í öryggismálum. Deildarstjóri hefur yfirsýn yfir stöðu verkefna, framgang þeirra og kostnað.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hafa gert.
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.
Umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024
Loftur Þór Jónsson, svæðisstjóri – loftur.th.jonsson@vegagerdin.is – 522 1000
– –
Vegagerðin auglýsir laust starf vélamanns á þjónustustöðinni á Patreksfirði.
Vélamenn vinna á opnunartíma þjónustustöðvar en eru þar að auki á bakvöktum utan dagvinnutíma frá október-apríl alla daga vikunnar, til að sinna vetrarþjónustu.
Vélamenn sinna almennri daglegri þjónustu á vegakerfinu á starfssvæði þjónustustöðvarinnar á Patreksfirði. Meðal verka er viðhald á vegstikum, umferðamerkjum og öðrum vegbúnaði ásamt annarri vinnu í starfsstöð.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.11.2024
Bríet Arnardóttir, yfirverkstjóri – briet.arnardottir@vegagerdin.is – 522 1000
– –
Umsóknarfrestur: 02.01.2024 – 30.12.2024
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Viltu vera á skrá?
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Verkefni:
Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir störfum.
Hæfniskröfur:
Hjá Vegagerðinni starfa um 350 starfsmenn með ólíkan bakgrunn og reynslu.
Við leggjum áherslu á
Skipulagseining:
Vegagerðin (10211)
Heimilisfang:
Suðurhrauni 3, 210 Garðabær
Tengiliðir:
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður fyrir öll kyn. Í umsókn þurfa að koma fram persónulegar upplýsingar ásamt þeirri hæfni og menntun sem viðkomandi hefur yfir að ráða. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára og með gilt ökuskírteini ásamt því að vera með íslenska kennitölu.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Önnur störf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.