Persónu­vernd og öryggi gagna

Vegagerðin leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Persónuverndaryfirlýsing

Vegagerðin leggur mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf. Í persónuverndaryfirlýsingu Vegagerðarinnar má sjá hvaða persónuupplýsingum Vegagerðin safnar um einstaklinga og í hvaða tilgangi.


Upplýsingaöryggisstefna

Vegagerðin leggur áherslu á mikilvægi þess að vernda upplýsingar stofnunarinnar fyrir innri og ytri ógnum og tryggja öryggi þeirra á viðeigandi hátt, í allri meðferð, vinnslu og vistun. Með þessari stefnu geta starfsmenn, viðskiptavinir og aðrir treyst ásetningi Vegagerðarinnar um að standa vörð um öryggi persónuupplýsinga, m.t.t. til leyndar, réttleika og tiltækileika.


Upplýsingagjöf á grundvelli persónuverndarlaga

Einstaklingar hafa þann rétt samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 að geta óskað eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða persónuupplýsingar um viðkomandi sé unnið með hjá Vegagerðinni.

Beiðni um upplýsingar skal berast gegnum ábendingahnappinn „Hafðu samband“ á ytri vef Vegagerðarinnar. Í beiðninni þarf að koma fram fullt nafn, kennitala, netfang, heimilisfang og símanúmer beiðenda.