Með starfsemi sinni gegnir Vegagerðin mikilvægu hlutverki við mótun samfélagsins og leiðarljós í stefnu Vegagerðarinnar er „Öruggar samgöngur eru lífæð atvinnulífs, samfélags og gesta“. Þar undir er að veita framúrskarandi þjónustu fyrir notendur samgöngukerfisins og stuðla að uppbyggingu vistvænna og samþættra samgöngumáta á landsvísu.

Einnig að viðhalda tengslum dreifbýlis og þéttbýlis sem skapar jöfn tækifæri og öryggi samgöngumáta fyrir alla notendur með aðgengi að þjónustu, vinnusvæðum og búsetu. Enn fremur aukin umhverfisgæði með bindingu svifryks og aðgerða sem takmarka hávaða og aðlögun að íbúðabyggð og þéttbýli.   

Unnið er að þessum markmiðum með markvissu samráði við notendur og aðra hagaðila.  


Vinnustaðurinn Vegagerðin

Starfsfók Vegagerðarinnar í Garðabæ

Starfsfók Vegagerðarinnar í Garðabæ

Starfsemi Vegagerðarinnar byggir á öflugri liðsheild, skilvirkni, fagmennsku og samvinnu starfsfólks um allt land sem styrkir Vegagerðina sem einn vinnustað, óháð staðsetningu.

Aukin miðlun upplýsinga er meðal áhersluatriða við vinnu að sjálfbærnistefnu Vegagerðarinnar. Enn fremur jafnrétti allra kynja, öryggi í vinnu í samræmi við mannauðsstefnu Vegagerðarinnar.