Skýrslan fjallar um tvær mikilvægar hliðar á öryggi barna í umferðinni á Íslandi. Fyrri hliðin snýr að tölfræði umferðarslysa barna, og sú síðari að fræðslu barna í umferðaröryggi. Breytingar á tíðni slysa barna í umferðinni á árunum 1990 til 2005 eru
tengdar þróun ýmissa annarra þátta á sama tímabili. Bílanotkun landsmanna hefur aukist töluvert, og samfara því hefur notkun annarra ferðamáta minnkað. Umferðaröryggi hefur orðið ríkara í huga almennings og yfirvalda, og öryggi bíla og notkun
öryggisbúnaðar hefur aukist, einkum á síðari hluta tímabilsins.
Valdimar Briem