Loft­brú

Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum án vegasambands.

Rúmlega 60 þúsund íbúar eru með réttindi á Loftbrú en hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að sex flugleggi til og frá Reykjavík á ári.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfjargjöldum fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttar­fargjald eða fullt far­gjald.

Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).

  • 40% afsláttur af heildar­fargjaldi fyrir allt að 6 flug­leggi á ári.
  • Fyrir alla með lög­heimili fjarri borginni og á eyjum.
  • Bætir aðgengi lands­byggðar að miðlægri þjónustu í höfuð­borginni.
Einstaklingar sem eiga lögheimili innan græna svæðisins eiga rétt á Loftbrú

Einstaklingar sem eiga lögheimili innan græna svæðisins eiga rétt á Loftbrú

  • Þjónustu­ver Vegagerðarinnar svarar fyrirspurnum um Loftbrú í síma 1777.
  • Ábendingar má senda á loftbru@vegagerdin.is

Fjöldi farþega á afslætti

Afsláttarkerfi Loftbrúar fór í loftið í september 2020 og hefur nýting Lofbrúar vaxið ár frá ári síðan.