PDF · júlí 2002
Banaslys í umferð­inni 2001

Hér liggur fyrir skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys í umferðinni árið 2001. Skýrslan er með hefðbundnu sniði þar sem fjallað er um grunntölfræði og orsakir banslysa, auk þess sem ábendingum á sviði umferðaröryggismála er komið á
framfæri.

Óhætt er að segja að gæði starfs rannsóknarnefndarinnar hafi aukist ár frá ári. Með samningi við Lögregluskóla ríkisins og Skráningarstofuna árið 2001 hefur nefndin nú aðgang að sérfræðingum á sviði lögreglumála og bíltækni. Hvert banaslys í
umferðinni er því metið af sjö sérfræðingum á vegum Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Samkvæmt lögum sem tóku gildi nú á vormánuðum munu Umferðarráð og Skráningarstofan renna saman í eina stofnun, Umferðarstofu. Væntir rannsóknarnefndin þess að breytingin muni efla umferðaröryggisstarf í landinu, þ.m.t. rannsóknarnefndina.

Nefndin þakkar Rannsóknarráði umferðaröryggismála, Umferðarráði, Lögregluskóla ríkisins og Skráningarstofunni samstarf og stuðning á árinu. Þá hefur nefndin átt einkar farsælt samstarf við ríkislögreglustjórann, lögreglustjóraembættin, heilbrigðisstofnanir,Vegagerðina, Neyðarlínuna og Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.

Banaslys í umferðinni
Ábyrgðarmaður

Rannsóknarnefnd umferðarslysa

Skrá

banaslys.pdf

Sækja skrá