Vinnu­staður­inn

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður og stærsta framkvæmdastofnun landsins sem sinnir fjölbreyttum verkefnum um land allt. Við erum með starfsstöðvar á 18 stöðum á landinu en höfuðstöðvarnar eru í Garðabæ.

Hjá Vegagerðinni starfa um 360 starfsmenn sem flestir eru fastráðnir en nokkur fjöldi er einnig ráðinn tímabundið.

Markmið Vegagerðarinnar er að ráða, halda í og efla hæft og áhugasamt starfsfólk og leggjum við áherslu á heilsusamlegt, öruggt og skemmtilegt starfsumhverfi.

  • Við leggjum áherslu á að starfsfólk geti samræmt atvinnu- og einkalíf.
  • Við gætum jafnræðis og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum.
  • Við leggjum áherslu á að þekking glatist ekki við starfsmannabreytingar.

Skrifstofan í Garðabæ

Skrifstofan í Garðabæ

Vaktstöðin í Garðabæ

Vaktstöðin í Garðabæ

Skilti um hámarkshraða sett upp

Skilti um hámarkshraða sett upp

Skipt um stikur á Suðurlandsvegi

Skipt um stikur á Suðurlandsvegi

Starfsfók Vegagerðarinnar í Garðabæ

Starfsfók Vegagerðarinnar í Garðabæ

Mötuneytið í Garðabæ

Mötuneytið í Garðabæ

Lífið í Vegagerðinni - lager

Lífið í Vegagerðinni - lager

Lífið í Vegagerðinni - tækjabúnaður

Lífið í Vegagerðinni - tækjabúnaður

Frá Grindavíkurvegi.

Frá Grindavíkurvegi.

Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar

Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar


Um 360 manns starfa hjá Vegagerðinni og störfin eru bæði fjölmörg og fjölbreytt. Í Framkvæmdafréttum hafa viðtöl verið birt við starfsfólk og verða þau birt hér og áfram skyggnst inn í hin ólík störf sem unnin eru hjá stofnuninni.

Haukur Árni Hermannsson, verkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir starf sitt svo fjölbreytt að ekki er möguleiki á að fá leið á verkefnunum.

Saga Vegagerðarinnar

Vegagerð á sér nokkuð langa sögu á Íslandi enda hafa samgöngur alla tíð skipt miklu máli fyrir byggð í landinu. Fyrsti verkfræðingur landsins var ráðinn árið 1893 eða fyrir 130 árum.
Lesa meira