Nýsköpun, rannsókna-og þróunarstarf er veigamikið í starfsemi Vegagerðarinnar.
Árlega eru veittir styrkir til rannsóknarverkefna, sem fjármagnaðir eru að mestu af svo nefndu tilraunafé, sem samkvæmt vegalögum á að vera 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í byrjun hvers árs.
Starf rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar tekur mið af hlutverki, markmiðum og framtíðarsýn stofnunarinnar. Á markvissan hátt er greind þörf fyrir rannsóknir og verkefnum forgangsraðað með áherslu á skilvirkni rannsókna.
Lögð er áhersla á hagnýtar rannsóknir og þróun, en einnig er gert ráð fyrir þátttöku í grunnrannsóknum sem tengjast starfsemi stofnunarinnar.
Markmið rannsóknasjóðs eru að:
Frestur til að sækja um fjárveitingu úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2024, rann út að kvöldi 2. febrúar 2024. Umsækjendur fengu tölvupóst til staðfestingar á móttöku umsókna. Þegar umsókn var afgreidd (samþykkt eða synjað) barst tölvupóstur, bæði á netfang umsækjanda og verkefnisstjóra og hægt er að skoða afgreiðslu undir „Mín mál“ á „Mínar síður“ á vef Vegagerðarinnar (minarsiður.vegagerdin.is).
Upplýsingar um verkefni sem fá styrk fyrir árið 2024 verður birtur undir hlekknum „Rannsóknaverkefni“.
Opnað verður næst fyrir styrkumsóknir 2. janúar 2025.
Fyrirspurnir má senda í tölvupósti til Ólafs Sveins Haraldssonar forstöðumanns rannsóknadeildar, olafur.s.haraldsson@vegagerdin.is.
Samkvæmt vegalögum sem tóku gildi 1. janúar 2008, skal ár hvert verja 1,5% af mörkuðum tekjum sem renna til vegagerðar til rannsókna og tilrauna við vega- og gatnagerð undir stjórn Vegagerðarinnar.
Forstöðumaður Rannsóknadeildar heldur utan um málaflokkinn, en forstjóri stofnunarinnar skipar ráðgjafanefnd, sem skal vera til ráðuneytis um skiptingu fjárveitinga til rannsóknarverkefna og um tilhögun rannsókna.
Aðalúthlutun úr sjóðnum fer fram snemma árs, en einnig má sækja um fjárveitingar á öðrum tímum. Þótt mikill hluti fjárins fari til verkefna sem verða til innan Vegagerðarinnar, er nú lögð meiri áhersla á að fjármagna verkefni sem verða til og/eða eru unnin hjá öðrum, svo sem Háskólum, ýmsum fyrirtækjum og jafnvel einstaklingum. Þá eru einnig dæmi um fjárhagslega þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.
Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á fjölda umsókna, sem hefur beint sjónum Vegagerðarinnar enn frekar að leiðum til að nýta þetta takmarkaða fjármagn betur.
Vegagerðin tekur þátt í margvíslegu erlendu samstarfi á sviði rannsókna og þróunar. Auk þess taka starfsmenn Vegagerðarinnar þátt í ýmsum ráðstefnum og fundum erlendis og sækja þangað þekkingu og miðla innan stofnunarinnar og utan. Einnig eru íslensk málefni kynnt á erlendri grund og birtar greinar í erlendum fagtímaritum.
Nánari upplýsingar um rannsókna- og þróunarstarf Vegagerðarinnar veita Guðmundur Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs og Ólafur Sveinn Haraldsson forstöðumaður rannsóknadeildar í síma 522-1000 eða í tölvupósti rannsoknir@vegagerdin.is.
Markmið með þátttöku Vegagerðarinnar í erlendu samstarfi á sviði rannsókna og þróunar eru m.a. að afla þekkingar og reynslu frá öðrum, fylgjast með þróun og færa hana inn í landið, að koma þekkingu okkar og reynslu á framfæri og í samstarfið við Rannís að afla fjármagns til rannsóknarstarfs úr sjóðum Evrópusambandsins.
Vegagerðin tekur nú þátt í eftirtöldu erlendu samstarfi á sviði rannsókna- og þróunar:
Samkvæmt vegalögum sem tóku gildi 1. janúar 2008, skal ár hvert verja 1,5% af mörkuðum tekjum sem renna til vegagerðar til rannsókna og tilrauna við vega- og gatnagerð undir stjórn Vegagerðarinnar.
Forstöðumaður Rannsóknadeildar Vegagerðarinnar heldur utan um málaflokkinn, en forstjóri stofnunarinnar skipar ráðgjafanefnd, sem skal vera til ráðuneytis um skiptingu fjárveitinga til rannsóknarverkefna og um tilhögun rannsókna.
Aðalúthlutun úr sjóðnum fer fram snemma árs, en einnig má sækja um fjárveitingar á öðrum tímum. Þótt mikill hluti fjárins fari til verkefna sem verða til innan Vegagerðarinnar, er nú lögð meiri áhersla á að fjármagna verkefni sem verða til og/eða eru unnin hjá öðrum, svo sem Háskólum, ýmsum fyrirtækjum og jafnvel einstaklingum. Þá eru einnig dæmi um fjárhagslega þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.
Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning á fjölda umsókna, sem hefur beint sjónum Vegagerðarinnar enn frekar að leiðum til að nýta þetta takmarkaða fjármagn betur.
Við undirbúning vegagerðar er oft þörf á nokkuð umfangsmiklum jarðfræðirannsóknum og er það hlutverk jarðfræðideildar Vegagerðarinnar að vinna að stefnumótun, skipulagningu og framkvæmd þeirra rannsókna. Einkum er unnið að námurannsóknum, efnisrannsóknum og jarðvegs- og berggrunnskönnun vegna vinnu við mat á umhverfisáhrifum og fyrir útboðsgögn fyrir vega- og brúargerð en einnig vegna undirbúnings jarðgangagerðar. Vegagerðin rekur í því skyni rannsóknarstofu þar sem framkvæmdar eru algengustu prófanir á steinefnum til vegagerðar.
Vegagerðin hefur safnað upplýsingum og kortlagt námur á landinu hvort heldur sem er námur sem Vegagerðin hefur notað eða námur annarra. Í framhaldi af þeirri vinnu hefur Vegagerðin hrint af stað átaksverkefni um frágang aflagðra efnistökusvæða sem eru á ábyrgð stofnunarinnar. Það er í samræmi við ákvæði náttúruverndarlaga um að aflögð efnistökusvæði megi ekki standa ófrágengin lengur en í 3 ár.
Gagnabanki, sem geymir niðurstöður helstu steinefnarannsókna sem hafa verið gerðar í tengslum við vegagerð, er starfræktur hjá Vegagerðinni.
Leiðbeiningar um notkun sprengds bergs í vegagerð er að finna í efnisgæðaritinu í gagnasafni.