PDF · apríl 2003
Umferðarör­yggi hring­torga á Íslandi

Markmið rannsóknarinnar er að athuga þau umferðaróhöpp sem hafa orðið á hringtorgum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin er styrkt af Rannum og Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á hringtorgum hér á landi, en víða erlendis hafa ítarlegar rannsóknir verið gerðar á hringtorgum. Niðurstaða flestra erlendra rannsókna er að hringtorg eru mjög öruggt gatnamótaform. Hluti af þeirri rannsókn, sem er gerð skil hér, var að athuga hvort þau óhöpp sem hafa orðið á hringtorgum hérlendis séu af sama toga og þau óhöpp sem verða erlendis. Einnig eru gögn um umferðaróhöpp í hringtorgum hér á landi skoðuð til að fá skýra mynd af því hversu alvarleg óhöppin eru

Umferðaröryggi hringtorga
Höfundur

Bryndís Friðriksdóttir - Línuhönnun Haraldur Sigþórsson - Línuhönnun Þorsteinn Þorsteinsson – Háskóli Íslands

Skrá

umferdaroryggi-hringtorga-a-islandi.pdf

Sækja skrá