PDF · Útgáfa 2. útgáfa — desember 2003
Hraða­merk­ingar á hættu­legum beygj­um í vega­kerf­inu

Markmið verkefnisins var að kanna hvort hægt væri að auka öryggi í beygjum á íslenska vegakerfinu, með því að merkja þær á mismunandi hátt, eftir því hversu “hættulegar” þær teljast út frá ákveðnum mælingum. Mæliaðferðin og hættuflokkun var gerð samkvæmt aðferð sem varð til í samvinnu Dana, Frakka og Hollendinga. Hraði á aðlægum köflum, viðnámsstuðull slitlags í beygjunni og þverhalli hennar eru inngangsstærðir í aðferðina. Valdar voru fjórar beygjur og nauðsynlegar mælingar
gerðar á þeim. Þær voru síðan flokkaðar samkvæmt áðurnefndri aðferð. Við valið á beygjunum átti að hafa hliðsjón af því að útafakstur væri áberandi. Í ljós kom að í nágrenni við Reykjavík var erfitt að finna staði sem skáru sig úr. Útafakstur verður ekki endilega í beygjum, heldur einnig í næsta nágrenni þeirra. Athugunin leiddi meðal annars í ljós að í dag eru merkingar á beygjum í íslenska vegakerfinu mismunandi, þó að tæknilegir eiginleikar þeirra gagnvart umferð, séu þeir sömu. Verkefnishópurinn sem vann að verkefninu telur að niðurstöðurnar gefi tilefni til frekariathugunar. Til dæmis þarf að skoða hvað ræður merkingum á hættulegum beygjum í dag og hvort hægt er að samræma merkingarnar. Í því sambandi mætti nota tæki sem kynnt er í öðru verkefni sem styrkt var af Rannum (verkefnið: Hættulegar beygjur á þjóðvegi 1). Hópurinn telur ekki tímabært að velja úr beygjur til að hraðamerkja sérstaklega í svipuðum dúr og nefnt er í ofangreindu kerfi til að kanna áhrif þeirrar aðgerðar, fyrr en
frekari athuganir hafa verið gerðar.

Hraðamerkingar
Höfundur

Þórir Ingason

Skrá

hradamerkingar-i-beygjum.pdf

Sækja skrá