PDF · september 2003
Skýrsla um bílbelta­notk­un ökumanna á þjóð­vegum lands­ins

Í sumar (2003) gerðu umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu kannanir, sem styrktar voru af Rannsóknarráði umferðaröryggismála (Rannum), á bílbeltanotkun ökumanna úti á þjóðvegum landsins eftir vikudögum. Ástæður þess að farið var að kanna beltanotkun úti á þjóðvegum var að nokkuð er vitað um beltanotkun í þéttbýli á hverjum og einum stað, þar sem umferðarfulltrúarnir hafa kannað það á hverju sumri undanfarin ár, en ekki hafa verið til jafn haldgóðar upplýsingar um beltanotkun úti á þjóðvegum landsins fyrr en nú er niðurstöður þessara kannanna lágu fyrir. Annar mikilvægur útgangspunktur við gerð þessara kannanna var að athuga hvort einhver ákveðinn hópur einstaklinga notaði síður belti úti á þjóðvegunum heldur en annar og því var farið út í það að kanna beltanotkun eftir vikudögum

Ábyrgðarmaður

Slysavarnafélag Landsbjargar og Umferðarstofa

Skrá

belti_bakl.pdf

Sækja skrá