PDF · september 2002
Hættu­legar beygjur á þjóð­vegi 1

Alls mældust 30 beygjur á þjóðvegi 1 yfir hættumörkum. Þar af flokkast 6 beygjur sem stórhættulegar, 18 sem hættulegar og 6 sem varasamar. Merkingum á þessum beygjum er oft á tíðum verulega ábótavant eða þær jafnvel alveg ómerktar.
Ósamræmis gætir einnig oft í merkingum á hættulegum beygjum og beygjunum sjálfum og einnig hvað varðar merkingar á milli beygja. Merkja þarf allar varhugaverðar og hættulegar beygjur á viðeigandi hátt og jafnvel hafa leiðbeinandi hámarkshraða. Einnig þarf að skoða þessar beygjur með það í huga að lagfæra þær eða jafnvel færa til, til þess auka öryggi og draga úr líkum á slysum.

Hættulegar beygjur á þjóðvegi 1
Ábyrgðarmaður

New Development

Skrá

haettulegar-beygjur-a-thjodvegi-1.pdf

Sækja skrá