PDF · Útgáfa Verkefni 18901 — desember 2004
Ný viðhorf í umferðarör­yggis­málum íslenskar áherslur – alþjóð­legt samst­arf

Skýrslu þessari er ætlað að varpa ljósi á stöðu umferðaröryggismála innanlands og í alþjóðlegu samhengi, sérstaklega með tilliti til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á undanförnum árum í umferðaröryggismálum um heim allan. Tilgangurinn er
ennfremur að benda á leiðir til að auka skilvirkni í málaflokknum, m.a. með því að samþætta umferðaröryggismál, endurskoða alþjóðlegt samstarf og afla og miðla alþjóðlegum upplýsingum sem að gagni kunna að koma til að efla umferðaöryggi
hér á landi.
Skýrslan er unnin fyrir RANNUM, Rannsóknarráð umferðaröryggismála, en hlutverk þess er að standa fyrir hvers konar rannsóknum sem nýta má til að draga úr umferðarslysum hér á landi. Rannsóknarráðinu er ennfremur ætlað að stuðla að
öflun nýrrar þekkingar innanlands og utan, leiða saman þá aðila sem vinna á þessu sviði og að gera rannsóknir þannig faglegri og markvissari. Í rannsóknarvinnu vegna skýrslunnar var víða leitað fanga og áhersla lögð á að nálgast verkefnið heildstætt. Upplýsinga var aflað jafnt innanlands sem erlendis frá, eins og kemur fram í heimildaskrá. Jafnframt fylgdist skýrsluhöfundur með fundum hjá Umferðardeild UNECE1 í Genf og fékk gagnlegar upplýsingar hjá starfsfólki deildarinnar.

Ný viðhorf í umferðaröryggismálum
Höfundur

Birna Hreiðarsdóttir

Skrá

ny-vidhorf-i-umferdaroryggismalum-_2004.pdf

Sækja skrá