PDF · Útgáfa RANNUM verkefni nr. 18924 — janúar 2006
Slysa­tíðni vöru- og hópbif­reiða Áfangi II

Hér eru kynntar niðurstöður annars áfanga í rannsókn á slysatíðni vöru og hópbifreiða. Líkt og í fyrri áfanga er unnið með safn slysa þar sem þungar bifreiðar komu við sögu á árunum 1994-2003. Að þessu sinni er lögð áhersla á að grafast fyrir um orsakir algengustu og mikilvægustu slysategunda hjá þessum ökutækjaflokkum. Í því skyni var gerð nánari greining á gögnum úr slysagagnabanka Umferðarstofu fyrir þetta tímabil en jafnframt leitað upplýsinga um viðhorf rekstraraðila bifreiða í þessum flokkum. Úrtakskönnun meðal rekstraraðila hefur m.a. það hlutverk að kanna hverjar séu algengustu orsakir umferðarslysa að mati þeirra, að kanna forvarnarmál hjá fyrirtækjum og fleira. Meginmarkmið með þessum áfanga er að draga út lærdóm af niðurstöðum sem nýta má í forvarnar- og fræðsluskyni á heppilegum vettvangi og eru þessi atriði sett fram í lista í lok skýrslunnar.

Slysatíðni vöru og hópbifreiða
Höfundur

Skúli Þórðarson, Guðmundur Freyr Úlfarsson

Ábyrgðarmaður

Orion ráðgjöf ehf.

Skrá

slysatidni-voru-og-hopbifr.orion_2.pdf

Sækja skrá