PNG · nóvember 2005
Könn­un á skyndi­hjálpar­kennslu í fram­halds­skól­um

Könnun á skyndihjálparkennslu í framhaldsskólum er lokið. Verk þetta hefur tekið of tæp tvö ár þar sem erfitt hefur verið að fá inn svörun frá þátttakendum. Fjöldi aðila hefur tekið þátt í verkefninu og lagt því lið á margvíslegan þátt. Öllum þessum
aðilum er þakkaður góður stuðningur. Eitt aðalmarkmið könnunarinnar er að greina hve mikil skyndihjálp er kennd í íslenskum framhaldsskólum. Þær niðurstöður liggja nú fyrir og þurfa menn að leggja sitt mat á hvað er næsta skref. Með þessari rannsókn vonast ég til þess að það starf sem unnið er innan skólakerfisins verði eflt. Það er margsannað að fyrstu viðbrögð á slysavettvangi getur skipt sköpum um líf og dauða. Könnun þessi á skyndihjálparkennslu í framhaldsskólum var unnin með tilstyrk frá Rannsóknarráði umferðaröryggismála (Rannum). Rannsóknarráð umferðaröryggismála var stofnað í lok árs 2000 og voru stofnendur allar helstu stofnanir og félagasamstök er starfa á sviði umferðarmála á Íslandi. Rannum hefur styrkt frá 2001 fjölda rannsóknarverkefna sem öll hafa það að markmiði að bæta umferðarmenningu, fækka umferðarslysum og draga úr afleiðingum þeirra. Rannum eru hér með færðar bestu þakkir fyrir góðan stuðning og gott samstarf s.l. tvö ár.

Verkefnastjóri

Sigurjón Jónsson

Skrá

skyndihjalp-i-framhaldsskolum.png

Sækja skrá