PNG · 2004
Aukið aðhald = Aukið umferðarör­yggi, seinni hluti

Árið 2001 var verkefnið “Aukið aðhald = Aukið umferðaröryggi” styrkt af RANNUM og unnið af ND á Íslandi ehf. Það verkefni var byggt á ökuritanum SAGA og því aðhaldi sem hann hefur uppá að bjóða. Verkefnið átti að spanna tvö ár og árangur aukins aðhalds að vera mældur að þeim tíma loknum. Það verkefni tók hinsvegar nokkrum breytingum í tímans rás með breyttum áherslum fyrirtækjanna sem tóku þátt í því verkefni. Þetta verkefni hefur nú fengið styrkveitingu til að meta hvað aukið aðhald hefur gert í þágu aukins umferðaröryggis. Þau fyrirtæki sem komu að verkefninu í upphafi voru Landsíminn og Íslandspóstur. Landsíminn féll úr lestinni vegna takmarkaðrar úrvinnslu gagna og eftirfylgni en Íslandspóstur, með skjótum árangri, breikkaði sína notkun á SAGA ökuritanum svo mikið að verkefnið, í þeirri uppbyggingu; var í hættu. Sem er gott mál því það kallaði bara á breyttar áherslur og breytta nálgun þessa viðfangsefnis. Nú í dag eru um 40 fyrirtæki sem tekið hafa SAGA ökuritann í sína þjónustu og flest nota hann markvisst. Þar af leiðandi er komin sterkur grunnur til að rannsaka til hlítar hve þungt aukið aðhald vigtar á vogaskálar umferðaröryggis. En niðurstöður þeirra sem hafa verið ötulir í notkun ökuritans sem verkfæris til aukningar á aðhaldi munu vera dregnar fram í þessari skýrslu ásamt reynslu þeirra og viðhorfi.

Ábyrgðarmaður

New Development

Skrá

aukid-adhald-aukid-umferdaroryggi.png

Sækja skrá