Verk­efnin

Verkefni Vegagerðarinnar eru viðhald og þjónusta við samgöngukerfin á landi og sjó og nýframkvæmdir á samgöngukerfunum.

Vegagerðin sinnir rannsóknum, nýsköpun, eftirliti og gæðamálum. Vegagerðin gefur út ýmsa staðla og leiðbeiningar, býður út verkefni og sinnir eftirliti.

Mörg verkefni Vegagerðarinnar eru hluti af samgönguáætlun, önnur tengjast viðhaldi eða þjónustu við samgöngukerfið.