PDF · janúar 2002
Útafa­kstur

Í skýrslum Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys í umferðinni (1999/2000) hefur komið fram að stór hluti þeirra er útafakstur. Tæplega 40% banaslysa ársins 1999 og rúmlega helmingur banaslysa í umferðinni árið 1998 voru útafakstur
(Ársskýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa). Sambærilegar tölur frá öðrum löndum yfir banslys útafaksturs eru: um 30% í Frakklandi (Machu, 1998), 30% í Bandaríkjunum (American Association of State Highway and Transportation
Officials, 1997), og 37% í Þýskalandi (Hulsen og Meewes, 1998). Tíðni útafaksturs virðist því ívið hærri á Íslandi en í öðrum löndum og full ástæða til þess að skoða þessa tegund slysa betur. Fleiri banaslys verða nú í dreifbýli en áður. Árið 1966 urðu
32% banaslysa í dreifbýli á Íslandi, 59% árið 1986, en undanfarin 4 ár (1998-2002) hafa um 70% banaslysa átt sér stað í dreifbýli og er mjög stór hluti þeirra útafakstur.
Af þessum ástæðum þótti Rannsóknarnefnd umferðarslysa ástæða til að skoða þessi tilvik sérstaklega og ákvað að sér skyldi tilkynnt um öll tilvik útafaksturs þar sem alvarleg meiðsl yrðu á fólki árin 2000 og 2001.

Sú skýrsla sem hér birtist er lokaskýrsla, en áður hafði verið birt hlutaskýrsla byggð á gögnum um útafakstur sem safnað var árið 2000.

Screenshot 2023-07-18 113605
Ábyrgðarmaður

Rannsóknarnefnd umferðarslysa

Skrá

utafak2001.pdf

Sækja skrá