Öryggi á vinnustað

Við höfum öryggi og öryggismenningu að leiðarljósi í allri okkar starfsemi, jafnt fyrir notendur samgöngukerfisins, starfsfólk Vegagerðarinnar og samstarfsaðila hennar.  

Öryggi er og hefur verið leiðarstef í gegnum allt starf Vegagerðarinnar. Mikill árangur hefur náðst innan stofnunarinnar með aukinni áherslu á öryggismenningu og öryggisvitund starfsfólks. Slík menning er sérstaklega mikilvæg til að tryggja samgönguöryggi ferðalanga og ekki síður til að tryggja öryggi starfsfólks og samstarfsaðila.   


Öryggishandbækur Vegagerðarinnar