PDF · Útgáfa Verknúmer 118940
Ungir ökumenn: Rann­sókn á akst­urshegð­un karla og kvenna

Í þessari rannsókn er leitast við að skoða aksturshegðun ungmenna, reynslu af umferðinni, áhættuhegðun og viðhorf til umferðarmenningar. Annars vegar er leitast við að kortleggja reynslu ungmenna af akstri og viðhorf þeirra til aksturs og hins vegar
að skoða umferðarslys og þætti sem geta haft áhrif þar á. Um þrenns konar gögn er að ræða. Í fyrsta lagi er um að ræða upplýsingar úr umferðarmælingum sem gerðar voru sumarið 2003. Þar var aksturshraði ökutækja á höfuðborgarsvæðinu mældur og hraði og kyn ökumanns skráð. Haustið 2003 voru síðan spurningalistar, þar sem spurt var út í reynslu af umferðinni, viðhorf og áhættuhegðun, lagðir fyrir nemendur í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands.

Ungir ökumenn
Höfundur

Haukur Freyr Gylfason, Rannveig Þórisdóttir, Marius Peersen

Skrá

ungir-okumenn-vnr-118940.pdf

Sækja skrá