PDF · mars 2004
Umferð­arslys og vindafar

Í skýrslunni er fjallað um fyrsta áfanga verkefnis um umferðarslys og vindafar. Umfjöllun er hvort tveggja almenns eðlis, um samhengi vindafars, færðar á vegum og umferðaröryggis, og um athuganir á umferðarslysum á Hringveginum við Hafnarfjall. Einnig hafa verið tekin saman ýmis atriði sem varða áhrif vinds á ökutæki. Lýst er athugunum á vindafari við Hafnarfjall þar sem notast er við gögn úr veðurstöðvum í grenndinni, staðbundnar mælingar sem framkvæmdar voru af þessu tilefni og vindútreikninga í tölvulíkani. Niðurstöður benda til þess að ekki sé nægjanlegt að fjalla um vindafar eitt og sér, heldur þurfi einnig að taka mið af veggripi (færð) og stöðugleika ökutækja gagnvart vindi. Æskilegt er að aðferðarfræði verkefnisins verði beitt á fleiri athugunarstaði. Þannig má safna frekari upplýsingum um áhrif veðurs og vinda á umferðaröryggi í landinu og jafnframt skapa grundvöll til úrbóta sem líklegar eru til þess að fækka umferðarslysum sem tengjast vindaðstæðum.

Vindafar
Höfundur

Skúli Þórðarson, Jónas Þór Snæbjörnsson

Ábyrgðarmaður

Orion Ráðgjöf ehf.

Skrá

orion_vindafar_03.pdf

Sækja skrá