PDF · september 2003
Mat á þjóð­hags­legum kostn­aði vegna líkams­tjóns í umferðar­slys­um

Skipta má kostnaði vegna líkamstjóns í umferðarslysum í tvo flokka, annars vegar þann kostnað sem einstaklingur sem verður fyrir líkamstjóni ber og hins vegar þann kostnað sem aðrir aðilar í samfélaginu verða fyrir vegna þess. Kostnaður einstaklingsins felst einkum í tekjutapi og lakari lífsgæðum. Kostnaður annarra aðila í hagkerfinu felst einkum í svonefndum samúðaráhrifum og kostnaði hins opinbera og tryggingafélaga vegna líkamstjóns. Upplýsingar um kostnaðinn verður því annars vegar að fá frá hinu opinbera og tryggingafélögum og hins vegar frá einstaklingunum í hagkerfinu.

Í þessari skýrslu er fjallað um hvernig unnt er að fá upplýsingar um kostnað einstaklinga frá einstaklingum í hagkerfinu, þ.e. frá einstaklingum sem verða fyrir líkamstjóni, og kostnað annarra aðila í hagkerfinu vegna samúðaráhrifa. Auk þess er gerð grein fyrir þeim þjóðhagslega ábata sem vænta má að felist í því að gerð sé nákvæm könnun á þessum kostnaði og það mat notað þegar ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir á umferðarmannvirkjum.

Helsta niðurstaða skýrslunnar er að varlega áætlaður ábati af notkun slíks mats sé í kringum 7 milljarðar íslenskra króna á núvirði, þ.e. á verðlagi ársins 2001, á meðan kostnaður við slíka könnun er áætlaður vera á bilinu 8–51 milljón íslenskra króna á
verðlagi sama árs, eftir því hve mikil gæði þeirra upplýsinga sem fást með könnunum eru.

Mat á þjóðhagslegum kostnaði vegna líkamstjóns í umferðarslysum
Höfundur

Marías H. Gestsson

Ábyrgðarmaður

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands

Skrá

mat-a-thjodhagslegum-kostnadi.pdf

Sækja skrá