PDF
Sálfræði­legar afleið­ingar dauða­slysa

Á þriðja tug manns lætur venjulega lífið í umferðinni hér á landi á ári hverju. Afleiðingarnar fyrir ökumenn þá sem lifa af dauðaslysin eru margvíslegar, og margt bendir til að þær geti verið bæði líkamlegs og sálræns eðlis. Getur það síðara komið
fram sem áfallastreita eða þunglyndi. Ekki er enn vitað hvort sálræn áföll af þessu tæi hafi áhrif á getu einstaklingsins til öruggs aksturs. Aðaltilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hversu mikil áhrif sem lifað hafa af slys þar sem einhver lét lífið hefðu á lífsgæði aflifandi ökumanna. Einnig var tilgangurinn að reyna að komast að því hvort slysið leiddi til annars ökulags, betra eða verra, hjá viðkomandi einstaklingi miðað við það sem áður var. Auk þessa var tilgangurinn að athuga hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana hjá þeim ökumönnum sem lent hafa í svona slysum. Höfundarnir hafa áður rannsakað bæði langtíma afleiðingar sjóslysa á aflifandi sjómenn og sálrænar afleiðingar dauðaslysa á sænsku járnbrautunum á lestarstjóra þá sem stjórnað hafa lestunum. Haft var samband við ökumenn sem lent höfðu í umferðaslysum, þar sem einhver hafði látið lífið, og var þeim boðið að taka þátt í rannsókninni. Í þessum tilgangi var leitað til Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Sóst var eftir að fá 20 þátttakendur í rannsóknina. Einnig var valinn samanburðarhópur ökumanna sem lent höfðu í minniháttar slysum þar sem enginn hafði meiðst, en var að öðru leyti sambærilegur við þann hóp sem lent hafði í daðaslysunum. Leitað var til tryggingafélags eftir samanburðarhópnum. Þátttakendur í báðum hópunum voru síðan prófaðir með tilliti til áfallastreitu, einkenna geðsjúkdóma, aðlögunarhæfni og annara þátta er varða slys og umferðaröryggi. Alls tóku 34 einstaklingar þátt í rannsókninni, 16 ökumenn voru í dauðaslysahópnum og 18 í samanburðarhópnum. Bílstjórarnir tóku þátt í sálfræðilegu greiningarviðtali (CIDI), öðrum viðtölum og sálfræðilegum greiningarprófum. Slysin höfðu átt sér stað undanfarin þrjú ár, og aldur bílstjóranna var 19–43 ár. Niðurstöður rannsóknarinnar ekki benda til, að munur sé á hópunum hvað varðar geðheilsu almennt. Aftur á móti benda þær eindregið til þess, að dauðaslysin hafi flóknar, sálrænar afleiðingar á aflifandi ökumenn. Lýsti þetta sér m.a. í aðlögunarmynstri, allólíku því sem kom fram hjá hinum ökumönnunum. Þannig mátti sjá að áfallastreita (endurupplifun) kom fram í ríkara mæli hjá yngri einstaklingum (< 35 ár) í dauðaslysahópi. Einnig kom fram töluvert betri tilfinningaleg aðlögun hjá einstaklingum í dauðaslysahópi sem áttu sér félagslegan bakhjarl (hjúskap). Niðurstöðunum svipar að mörgu leyti til þeirra sem komið hafa fram í fyrri rannsóknum höfunda, og benda þær eindregið til að aflifandi ökumenn verði einnig fyrir langtíma, sálrænum áhrifum af dauðaslysum. Það getur talist líklegt að þetta raski getu þeirra til öruggs aksturs framvegis. Þessar niðurstöður gefa okkur skýrar ábendingar um hvernig hjálpa megi þeim sem eiga í sálrænum örðugleikum vegna alvarlegs slyss.

Sálfræðilegar afleiðingar dauðaslysa
Höfundur

Eiríkur Jón Líndal, Valdimar Briem

Skrá

salfr_afleidingar_daudaslysa.pdf

Sækja skrá