Á vegakerfinu í dag eru 12 jarðgöng sem alls eru 64 km að lengd.
Vegagerðin hefur tekið saman yfirlitsáætlun um þá jarðgangakosti sem hafa verið til umræðu og skoðunar undanfarin misseri. Alls er um að ræða 23 mismunandi jarðgangakosti, 18 á landsbyggðinni og 5 á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðgöng eru víða eina leiðin til að tryggja góðar heilsársvegasamgöngur milli byggða. Jarðgöng hafa stórfelld áhrif á tengingu atvinnusvæða, styrkja byggðaþróun og bæta umferðaröryggi. Mikilvægir jarðgangakostir eru um land allt þótt óhætt sé að fullyrða að þörfin sé brýnust á Vestfjörðum, Tröllaskaga og Austfjörðum.
Fjármögnuð langtímajarðgangaáætlun, þar sem 14 mikilvægustu jarðgangakostir landsins koma til framkvæmda á næstu 30 árum í stað 80 til 100 ára, mun gjörbylta lífskjörum og styrkja til muna samkeppnishæfni landshluta með betra aðgengi að þjónustu. Komist verður hjá hvimleiðum og hættulegum flöskuhálsum um fjallvegi og íbúum og atvinnuvegum tryggðar öruggar samgöngur allt árið um kring.
Í samgönguáætlun 2020–2034, sem samþykkt var á Alþingi 29. júní 2020, kom meðal annars fram að stefnt væri að því að vinna heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Þar ætti að meta valkosti á einstaka leiðum með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar væri svo hægt að forgangsraða jarðgangakostum til lengri tíma. Þessari vinnu er nú að ljúka.
Á árinu 2021 gaf Vegagerðin út yfirlitsáætlun jarðganga um þá jarðgangakosti sem helst hafa verið til umræðu og skoðunar á undanförnum
árum sem var grunnur að þessari greiningu. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann í framhaldinu mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun fyrir þessa jarðgangakosti.
Skýrsla RHA kom fyrst út árið 2022, en í upphafi árs 2023 var bætt við umfjöllun um Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng.
Vegagerðin hefur í framhaldinu lagt fram tillögu að forgangsröðun jarðgangakosta með hliðsjón af markmiðum samgönguáætlunar um greiðar samgöngur, öruggar samgöngur, hagkvæmar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun. Einnig var tekið tillit til hversu brýnt vandamálið er sem viðkomandi jarðgöng eiga að leysa.
Lögð er til eftirfarandi forgangsröðun jarðganga:
Lagt er til að jarðgangaáætlun verði endurskoðuð samhliða endurskoðun samgönguáætlunar hverju sinni. Til síðari skoðunar eru einnig þessi göng:
Dýrafjarðargöng – lokið
Fjarðarheiðargöng
Hvalfjarðargöng – undirbúningur
Ólafsfjörður – Dalvík – undirbúningur
Hvað gerist þegar bíll bilar eða að óhapp á sér stað í Hvalfjarðargöngum og hvað eiga ökumenn að gera. Í þessu myndbandi er farið yfir hvað gerist þegar bílar bila í göngunum og hvernig ökumenn eiga að haga sér við slíkar aðstæður.
Göng | Lengd | Ártal |
Héðinsfjarðargöng | 11.000 m | 2010 |
Breiðadals- og Botnsheiði | 9.160 m | 1996 |
Norðfjarðargöng | 7.900 m | 2017 |
Vaðlaheiðargöng | 7.500 m | 2018 |
Fáskrúðsfjarðargöng | 5.900 m | 2005 |
Hvalfjörður | 5.770 m | 1998 |
Dýrafjarðargöng | 5.600 m | 2020 |
Bolungarvíkurgöng | 5.400 m | 2010 |
Ólafsfjarðarmúli | 2.300 m | 1991 |
Almannaskarð | 1.300 m | 2005 |
Húsavíkurhöfðagöng | 992 m | 2017 |
Strákagöng | 800 m | 1967 |
Oddskarð | 640 m | 1977 |
Arnarneshamar | 30 m | 1948 |
Í umferðarmestu jarðgöngunum eru atvikamyndavélar og vaktkerfi sem vaktstjórar bregðast við ef til dæmis bílar stoppa, eitthvað hrynur af bílum, eða ef nýta þarf jarðgöng fyrir forgangsakstur. Vökun með öryggisbúnaði í jarðgöngum. Miklar kröfur eru gerðar til öryggis í jarðgöngum og vöktun þeirra er einn þáttur í því að tryggja að Vegagerðin sé fljót að bregðast við ef eitthvað gerist.