Land­eyja­höfn

  • TegundHafnir
  • StaðaFramkvæmd lokið
  • Markmið
      Jákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      Hafnir í grunnneti
  • Svæði
    • Suðurland

23.02.2021 Breytingar í innri höfn Landeyjahafnar er nú lokið. Ákveðið var að hætta við að setja tunnur á garðsenda þar sem krani með botndælubúnað átti að standa þar sem sú lausn þrengdi of mikið að innsiglingu Herjólfs inn í höfnina. Botndælubúnaðurinn sjálfur var ekki nógu vel ígrundaður svo hægt væri að fara í þetta.

Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir endurbótum á Landeyjahöfn. Framlögunum er ætlað að standa undir kostnaði við rannsóknir, öryggismál og framkvæmdir sem eiga að auðvelda að halda nægu dýpi í höfninni. Einnig er gert ráð fyrir viðhaldsdýpkun árlega auk landgræðslu. Í lok tímabilsins er gert ráð fyrir að malbika bílastæði og endurbyggja flóðvarnargarða. Miðað er við að viðhaldsdýpkun verði mest með dýpkunarskipum en yfir háveturinn verður hafnarmynnið dýpkað frá landi. Helstu framkvæmdir eru að steypa akbraut út á ytri garðhausa, byggja tunnu á endum til að þrengja hafnarmynnið og stækka athafnarými ferjunnar í innri höfn. Gert er ráð fyrir að fjárveitingar lækki á seinni hluta tímabilsins vegna minni dælingar með komu grunnristari ferju sem kom sumarið 2019. Gert er ráð fyrir áframhaldandi rannsóknum á endurbótum Landeyjahafnar, sem felast í að draga úr sandburði og ölduhæð.