Reiknað er með að hægt verði að hefjast handa við dýpkun í Landeyjahöfn á þriðjudag 30. maí þegar útlit er fyrir minni ölduhæð en næstu daga. Frekar grunnt er í innsiglingunni og hugsanlegt að það gæti haft áhrif á siglingar ef ölduhæð er mjög mikil.
Reiknað er með að hægt verði að hefjast handa við dýpkun í Landeyjahöfn á þriðjudag 30. maí þegar útlit er fyrir minni ölduhæð en næstu daga. Frekar grunnt er í innsiglingunni og hugsanlegt að það gæti haft áhrif á siglingar ef ölduhæð er mjög mikil.
Spáð er minnkandi ölduhæð á þriðjudag. Dýpkunarskipið Álfsnes er við vinnu á Ísafirði og verður þar fram á sunnudag. Álfsnesið verður komið til Landeyjahafnar á þriðjudagi.
Dýpið er komið niður í u.þ.b. 4 m í hafnarmynninu, innan hafnar er einnig grunnt við innri Eysrti-garðinn.
Það þarf að taka um 30.000 m3 úr hafnarmynninu og um 40.000 m3 innan hafnar. Reiknað er með að það taki um vikutíma upp í 10 daga, framvindan fer eftir veðri.
Langtímaspáin eftir þriðjudag er nokkuð góð.