Land­eyja­höfn

Siglingar um Landeyjahöfn hófust sumarið 2010. Ferðatíminn á sjó milli lands og Eyja styttist verulega, úr tæpum þremur klukkustundum í rúmar 30 mínútur og samtals styttust því sigling og akstur til Reykjavíkur úr fjórum klukkustundum í rúmar tvær.

Efnisyfirlit

Ljóst er að tilkoma Landeyjahafnar hefur gjörbylt samgöngum við Vestmannaeyjar. Yfir sumartímann siglir Herjólfur allt að sjö sinnum á dag milli lands og Eyja en yfir vetrarmánuði er siglt sjaldnar en þar spilar veður og ölduhæð stórt hlutverk. Þegar dýpi í Landeyjahöfn minnkar er iðulega hægt að sigla á flóði, ef alda er undir 2,5 metrum.


  • Frá 2000 var unnið að undirbúningi verkefnisins
  • 2003 voru frumhugmyndir settar fram
  • 2005 -2008 unnið að hönnun hafnarinnar
  • Byggð á árunum 2008 til 2010
  • Siglingar hófust sumarið 2010 með Herjólfi III
  • Herjólfur IV hóf siglingar sumarið 2019

Tengd útboð