Útboðsnúmer 23-008
Horna­fjörð­ur, dýpk­un innan hafnar 2023 til 2026

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst janúar 2023
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

17 janúar 2023Útboðsauglýsing

Hafnarsjóður Hornafjarðarhafnar óskar eftir tilboðum í dýpkun á lausu efni í Hornafjarðarhöfn. Gert ráð fyrir þremur dýpkunarlotum en þær gætu orðið fleiri eða færri. Samningstími viðhaldsdýpkunar er 4 ár með möguleika fyrir verkkaupa að framlengja einhliða samninginn um 2 ár.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. desember 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 17. janúar 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 31. janúar 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð. Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

Helstu verkþættir eru
Dýpkun innan hafnar 120.000 m3 í þremur dýpkunarlotum