Leng­ing Suður­varargarðs

  • TegundHafnir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2020–2024
  • Markmið
      Jákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      13. Aðgerðir í loftslagsmálum8. Góð atvinna og hagvöxtur
  • Flokkar
      Hafnir í grunnneti
  • Svæði
    • Suðurland

Framkvæmdir standa yfir í höfninni í Þorlákshöfn. Meðal helstu verkþátta er lenging Suðurvaragarðs um 250 metra, rif á harðviðartunnu á garðsenda og undirbúning á færslu og snúningi Suðurvararbryggju með byggingu brimvarnargarðs, niðurbroti Suðurvararbryggju og dýpkun bryggjustæðis í 9 metra.

Vöruflutningar um Þorlákshöfn hafa opnað nýja möguleika fyrir ferskflutning á sjávarföngum frá Íslandi til meginlands Evrópu. Núverandi skip sem venja komu sína til Þorlákshafnar fullnýta stærðarramma hafnarinnar og er því ekki möguleiki á að taka við stærri skipum ef uppfylla á alþjóðlegar öryggiskröfur sem gerðar eru til stærð rýmis fyrir skip. Fyrirséð er að flutningur á ferskum sjávarafurðum komi til með að stóraukast á næstunni þar sem það er meiri krafa um að afurðir séu fluttar á markað á sem hagkvæmastan hátt fyrir umhverfið. Ef fyrirætlanir um stækkun í fiskeldi verða að veruleika þurfa innviðir að vera í stakk búnir til þess að afkasta aukinni framleiðslu á markaði erlendis.

Verkefnið fór inn á samgönguáætlun 2020-2024 og er stefnt að því ljúki haustið 2024.


Tengd útboð


Suðurvarargarður - yfirlitsmyndband


Myndir frá framkvæmdum í höfninni

Unnið að lengingu Suðurvarargarðs í júní 2022.

Unnið að lengingu Suðurvarargarðs í júní 2022.

Unnið er að lengingu Suðurvarargarðs en Suðurvararbryggju verður snúið 35 gráður.

Unnið er að lengingu Suðurvarargarðs en Suðurvararbryggju verður snúið 35 gráður.

Áfangaskipting framkvæmdarinnar við lengingu Suðurvarargarðs.

Áfangaskipting framkvæmdarinnar við lengingu Suðurvarargarðs.

Efnið í framkvæmdirnar er fengið af lóð Landeldis ehf. en þar er unnið við landmótun fyrir fiskeldi á landi.

Efnið í framkvæmdirnar er fengið af lóð Landeldis ehf. en þar er unnið við landmótun fyrir fiskeldi á landi.

Suðurvarargarður

Suðurvarargarður

Suðurvarargarður

Suðurvarargarður


Myndasafn

Suðurvarargarður

Suðurvarargarður

Suðurvarargarður

Suðurvarargarður


Frétt um framkvæmdir á höfninni Þorlákshöfn


Tengd skjöl