Framkvæmdin við Sundabakka á Ísafirði er þrískipt. Í fyrsta lagi bygging á um 300 m löngum stálþilskanti, í öðru lagi dýpkun á höfninni niður í 11 metra og í þriðja lagi steypa á þekju.
Efnisyfirlit
Framkvæmdin við Sundabakka á Ísafirði er þrískipt. Í fyrsta lagi bygging á um 300 m löngum stálþilskanti, í öðru lagi dýpkun á höfninni niður í 11 metra og í þriðja lagi steypa á þekju.
Jarðvinna við nýja kantinn, bygging fyrirstöðugarðs meðfram þilinu, var boðin út og unnin í vetur til að undirbúa stálþilsreksturinn sem Borgarverk sér um.
Dýpkunin upp á 400 þúsund rúmmetra verður líklega boðin út í sumar og er þetta með stærri dýpkunarframkvæmdum við Íslandsstrendur. Þegar dýpkun er lokið á dýpið við viðlegukantinn að vera 11 metrar.
Steypt þekja um 6.000 m² ásamt raforkuvirkjum verður boðin út veturinn 2022 og verkið unnið sumarið 2022.
Reiknað er með að verkinu öllu ljúki að fullu haustið 2022. Þá verður hægt að taka á móti skipum sem eru allt að 330 metra löng og með djúpristu upp á 9,5 metra.