Útboðsnúmer 23-100
Súða­vík, stál­þil við Lang­eyri 2023

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst nóvember 2023
    • 2Opnun tilboða desember 2023
    • 3Samningum lokið

28 nóvember 2023Útboðsauglýsing

Súðavíkurhöfn óskar eftir tilboðum í verkið „Súðavík stálþil við Langeyri 2023“. Verkið felst í byggingu á nýjum stálþilskanti sunnan Langeyrar við Súðavík í Álftafirði.

Verkinu skal lokið eigi síðan en 1. nóvember 2024.

Helstu magntölur
Jarðvinna, fylling og þjöppun.
Steypa 23 akkerissteina.
Reka niður 85 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð GHZ-24-2 og ganga frá stagbitum og stögum.
Steypa um 119 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Útboðsgögn eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 28. nóvember 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. desember 2023.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.


12 desember 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 12. desmber 2023. Súðavíkurhöfn óskaði eftir tilboðum í verkið „Súðavík stálþil við Langeyri 2023“. Verkið felst í byggingu á nýjum stálþilskanti sunnan Langeyrar við Súðavík í Álftafirði.

Helstu magntölur eru:

·       Jarðvinna, fylling og þjöppun.

·         Steypa 23 akkerissteina.

·         Reka niður 85 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð GHZ-24-2 og ganga frá stagbitum og stögum.

·         Steypa um 119 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Verkinu skal lokið eigi síðan en 1. nóvember 2024.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Borgarverk ehf., Borgarnesi
238.808.000
145,5
81.031.334
Hagtak hf., Hafnarfirði
213.250.000
129,9
55.473.334
Áætlaður verktakakostnaður
164.102.600
100,0
6.325.934
Kranar ehf
157.776.666
96,1
0