5. febrúar 2024
Um 30 prósent styrk­umsókna frá háskól­um

Í ár bárust alls 113 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals 364.556.822 kr. Samkvæmt núgildandi aðgerðaráætlun Samgönguáætlunar hefur sjóðurinn 150 m.kr. til umráða á þessu ári.

Flestar umsóknir koma frá verkfræðistofum eða 41 prósent. Háskólar halda áfram að sækja í sig veðrið og eru um 30 prósent umsókna frá háskólasamfélaginu. Aðrar umsóknir koma til dæmis frá opinberum stofnunum og fyrirtækjum og Vegagerðinni.

Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í fjóra meginflokka; mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

„Áherslur á þessa flokka taka mið að því markmiði rannsóknasjóðsins að stuðla að því að Vegagerðin geti sinnt hlutverki sínu og jafnframt að afla nýrrar þekkingar á starfssviði hennar,“ segir Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni.

Rannsóknarráð Vegagerðarinnar kemur saman nú í febrúar til að fara yfir umsóknirnar. „Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úthlutun í byrjun mars,“ upplýsir Ólafur Sveinn.

Umsóknir skiptust þannig:

  • Verkfræðistofur: 41 umsókn – samtals 129,3 m.kr.
  • Vegagerðin: 17 umsóknir – samtals  55,3 m.kr.
  • Háskólar og tengdar stofnanir:  30 umsóknir – samtals 84 m.kr.
  • Aðrar opinberar stofnanir og fyrirtæki: 7 umsóknir – samtals 27,7 m.kr.
  • Aðrir: 18 umsóknir  – samtals 68,3,5 m.kr.

Í fyrra voru 124 umsóknir og því fækkar umsóknum um 11 milli ára. Heildarupphæð umsókna stendur hins vegar í stað og er áfram 365 m.kr., sem er vísbending um að rannsóknaverkefnin eru orðin dýrari.